Morgunn - 01.12.1924, Side 104
214
MORGUNN
fyltist af lotningu fyrir lionum. „Þetta er ein af hetjum forn-
aldarinnar,“ og mér datt í hug Egill Skallagrímsson á Eiða-
skógi, þegar hann batt á sig liellurnar í bak og fyrir, og
drap 11 manns, sem sátu fyrir honum. Þessi maður var í
panzara frá 16. öld. Hann leit um öxl niður á mig. Hann
hafði mikið skegg grásprengt nokkuð og eg þekti liann, —
það var Karl Y. Þýzkalandskeisari, sem einu sinni hafði þetta
andlit. Eg haföi séö það á mynd í sögubók.
Næsta sjónin var ekki virðuleg. Fyrir ofan veginn var
jarðfall fremur djúpt. Upp úr jarðfallinu skauzt einhver
óvera á gulri vaxúlpu, og stóð á milli tveggja þúfna. Dimt
var yfir um nóttina. Þetta var lágvaxin mannsmynd, sem
hækkaði og hæklraði, en aldrei sá eg móta fyrir fótum, því
gula úlpan var skósíð og lengdist um leið og hann. Þessi
strókur hækkaði upp í 3 álnir, þá fór liann að beygjast út
af og lengjast um leið. Að síðustu stóð hann í keng, eins og
hann stæði bæði á höfði og fótum. Þá reiddist eg ákaflega,
og sendi honum öll þau skammarorð, sem mér komu í hug,
en þegar því var lokiö, skrapp liann saman, og smaug ofan
í jarðfallið aftur.
Mér leizt ekki á blikuna. Sæi eg marga slíka, mátti eg
búast við því að verða einrænn og undarlegur, þegar eg
kæmi til bygða, þó að eg héldi annars fullri rænu. Eg tók það
ráð að horfa ofan í makkann á hestinum, Rauður hafði aldrei
séð neitt, svo eg yröi þess var. Ef eg leit upp, þá úði og
grúði alstaðar af einhverjum óverum. Þegar eg liorfði ofan
í makkann á hestinum, sá eg eitthvað skjótast upp úr laut-
unum yfir þúfurnar og niður í næstu laut. Eg hélt þessu
samt áfram nokkura stund og var þá hættur að sjá sjónir.
Mér varð litið yfir í hlíðina á móti mér; þar sá eg liér um
bil 100 fjár á beit. Hamingjunni sé lof, — hugsaði eg, — eg
er að komast niður af Iviðaskarði, og þetta eru ærnar frá
Mælifellsá. Þar bjó vinafólk foreldra minna, en Kiðaskarð
er illræmt vegna reimleika. í hlíðinni á inóti mér sá eg strák
á hvítri brók eltast við brúnan hest. „Þetta er smalinn frá