Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 120
230
MORGUNN
vitað, að þeir hugðu hann fjölkunnugan. Og áreiðanlegt er
talið, að hann hafi vitað fyrir fram dánarár sitt, líkt og faðir
hans. Síra Þorvarður fékk Kirkjubæjarklaustur 1863 og bjó-
fyrst að Prestbakka. Ilann var þá nokkuð hniginn að aldri (f.
1799) og fékk sér kapilán (síra Pál Pálsson) eftir nokkur ár.
Og upp úr því flutti hann sig að Fossi á Síðu, en aðstoðar-
presturinn settist að á Prestbakka. Hann reisti þar bæ með
sömu gerð og á Prestbakka og hafði umstang mikið. Kona
hans var ekki sem ánægðust út af þessu, flutningnum frá
Prestbakka og þeirri fyrirhöfn, sem á þau hlóðst út af þess-
ari ráðabreytni. Einu sinni, þegar hún lét þetta uppi, sagði
prestur, að hann yrði að byggja handa henni, „og eg á ekki
eftir meiri tíma en endist til þess.“ Daginn eftir að lokið
var við bæjarsmíðina reið prestur að Prestbakka til þess að
messa þar. A leiðinni lieim hneig hann meðvitundarlaus nið-
ur af hestinum og andaðist morguninn eftir, á Hörgslandi á
Síðu. Annað atvik kom fyrir í síðustu vikunni, sem liann lifði,.
og benti í sömu áttina, — að hann vissi, að hann átti skamt
eftir ólifað. Stúlka á Fossi hafði velt um Borgundarhólms-
klukku, sem prestshjónin áttu. Prestskonan lét bera á óánægju
út af þessari ógætni stúlkunnar. Þá sagði síra Þorvarður við
hana: „Taktu þetta ekki svo nærri þér; það er þegar fallið,.
sem meira er.“ Þá virtist hann alheilbrigður.
Móðir frú Maríu, Valgerður Bjarnadóttir,
Móðurættin. var dóttir síra Bjarna Gíslasonar á Söndum:
í Dýrafirði, alsystir Hákonar Bjarnasonar kaupmanns í Bíldu-
dal og hálfsystir síra Magnúss Ilákonarsonar, sem prestur var-
að Miklaholti, Reynisþingum og Stað í Steingrímsfirði. 1 þess-
ari ætt hefir líka verið sagt töluvert af dulargáfum. Einkum
hefir verið talað um, að fjarsýni hafi brugðið fyrir í þeirri
ætt, og Hákon kaupmaður sérstaklega til nefndur. Enn munu
vera til áreiðanlegar sögur um hæfileika hans í því efni.
Oss er kunnugt um það, að það, sem frú
Tvifara-fjrrir- jyparja skýrir frá í erindi sínu, er ekki nema
Drigoin
brot af þeirri merkilegu og tilkomumiklu
dularreynslu, sem hún hefir orðið fyrir. Vitanlega væri margt