Morgunn - 01.12.1924, Page 121
MORGUNN
231
aS segja um þaö, er hún minnist á. Að þessu sinni skal að
eins bent á það atvik, er hún sá föður sinn þar, sem hann var
ekki í raun og veru. Slík tvífara-fyrirbrigði eru tiltölulega al-
geng um allan heim, og kunnugt er oss um það, að þau liafa
hvað eftir annað komið fyrir hér í Reykjavík. En það er ein-
kennilegt — einkennilega íslenzkt — hve faðir hennar tekur
þessu meö mikilli alvöru. Hann virðist bafa lialdiö, að þetta
vœri all-ískyggilegt, segir vib barnið, að það muni stafa af
því, að hún hafi gleymt að signa sig, krýpur á lmé, leggur
hönd á höfuð henni og biðst fyrir. Á sögum Sigfúss Sigfús-
sonar má sjá, að það hefir verið og er sennilega enn, trú al-
mennings liér á landi, að þessar tvífarasýnir boSi eitthvað
uggvænlegt. En af alþjóðareynslu, og eins og af reynslu manna
hér í Reykjavík, virðist mega ráða það, að sú trú sé ekki á
neinum verulegum rökum reist.
Nýjustu þjóð-
sögurnar.
Ekki vitum vér, hvort „íslenzkar Þjóð-sögur
og -sagnir“ Sigfúss Sigfússonar hafa enn
vakið á sér mikla athygli með þjóð vorri.
En trúað gætum vér því, aS sá tími komi, er kappið eftir að
ná í þá bók verði ekki öllu minna en eftir Þjóðsögum Jóns
Arnasonar, og að Sigfús Sigfússon veröi talinn með hinum
mestu bókmentalegu afreksmönnum þessa lands. Af hinu mikla
safni hans eru komnir út 2 flokkar: „Sögur um æðstu völd-
in“ og „Yitranasögur“. Þessir 2 flokkar eru á 4. liundrað
stórar blaðsíöur. En eftir eru óprentaðir 14 flokkar. Öllu
því, sem út er komið, hefir hann safnað af vörum alþýðunn-
ar. Eins mun vera um alt, sem enn er óprentað. Engum getur
dulist, að feikna elju og ástundun þarf til þess að inna slíkt
verk af höndum.
Fyrra bindiö, sem út er komið, á að sumu
Sálræna^reynslan 2eyti útlendan, sumu leyti innlendan upp-
runa, og er að mestu æfintýra-eðlis. En síð-
ara hindið, sem er á 3. hundrað blaðsíður, er alt íslenzkt, að
mestu leyti austfirzkt, dulrænar fyrirbrigðasögur, sem Sigfús
Sigfússon telur sannar. Þó að búast megi við því um sumar