Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 128
238
MORGUNN
leitóttur. Gengur Ág-úst nær ánni, en Ásgeir fjær. Er þá að
byrja aS húma. Þegar þeir hafa gengið svolitla stund, finn-
ur Ásgeir sig eitthvað annarlegan,- finst honum hann dofna
í fótunum og þaö svo, að hann finnur alls ekki, hvort hann
gengur upp eða niður hóla; svo finst honum, að tilfinningin
minki líka í höndunum. Til þess að ganga úr skugga um það,
fer hann að kreista stafinn, sem hann gekk við, en finnur
æklíi til hans. Dettur honum því í hug, að sér muni ætla að
verða ilt, og tekur það ráð, að fara til Ágústs, — sem hann
:sá auðvitað til. Ágúst sér til hans, hægir ganginn, en heldur
J)ó áfram. Kemst Ásgeir því ekki strax á hlið við Ágúst, en
verður svo sem 4—5 föðmum á eftir honum. Ágúst heyrir,
að Ásgeir gefur hljóð frá sér, svo að hann lítur við. Er Ás-
:geir þá stanzaður og starir beint fram undan sér. Verður
Ágústi dálítið hverft við, þykir Ásgeir undarlegur og dett-
ur í hug, að hann hafi fundið bróður sinn, illa á sig kominn,
og orðið hræddur. Gengur liann til Ásgeirs, tekur utan um
hann og biður hann að vera rólegan, en Ásgeir anzar eklri
og starir. alt af jafnt framundan sér. Ágúst lítur í kringum
sig, ef þar væri nokkuð, er Ásgeir hræddist, en sá ekkert; en
um leið grípur hann með berri hendinni fyrir augu Ásgeirs,
ef það gæti breytt ástandi lians, og talar til hans nokkur
huggunarorð; en liann hreyfir sig elclri hið minsta og anzar
ekki um stund. Eftir noklturn tíma þrífur Ásgeir hönd
Ágústs frá augum sér og segir: „Lofaðu mér að sjá,“ og
litlu síðar: „Eg sá hann Guðjón.“ Að litlum tíma liðnum er
hann búinn aS jafna sig, fer að hreyfa sig og tala. Segir liann
svo frá:
„Þegar eg var rétt kominn að Ágústi, sá eg Guðjón
bróður minn koma á móti mér; fór hann svo nærri Ágústi,
að hann rétt stráukst við hlið hans. Hann var ljósklæddur,
berhöfðaður, berfættur, berhentur og hélt á líkast marglit-
um fjaðraskúf í vinstri liendi og veifaði honum dálítið. Aft-
ur úr hendinni var ofurlítill hnúður, eins og til öryggis, að
handfangið færi eklci fram úr henni. Svipurinn var ánægju-
legur og hann brosti, eins og þegar allra bezt lá á honum. Þeg-