Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 14
140
MOEGUNN
Swedenborg. Það var hollensk kona, sem hafði leitað
ásjár hans. Maður hennar hafði skömmu fyrir dauða
sinn keypt mjög dýran silfurborðbúnað, en engin kvitt-
un fanst fyrir greiðslunni. Það ætlaði smiðurinn, sem
verið hefir óhlutvandur maður, að nota sér og krefja
frúna um andvirðið. En Swedenborg sagði henni uð inn-
an eins eða tveggja daga mundi hún finna kvittunina í
vandlega fólgnu leynihólfi. — Þetta reyndist vera satt
og það er ekki unt að skýra með neinu öðru, en að
Swedenborg hafi haft það frá hinum framliðna sjá!f-
um, hvar kvittunin væri.
Þá mundi öllum, sem áhuga hafa á sálrænum efnum,
þykja merkilegar rannsóknir um vitsmunaveru, sem
birtist gegnum miðilinn frú Paul Leonore Curren.
Þessi andi, sem nefndi sig Patience Worth, ,,kom í
gegn“ kvöldið 8. júní 1913 á heimili frú Curren, þegar
hún, ásamt nokrum nágrönnum, var að nokkru leyti til
gamans að gjöra tilraunir með ouija-borð.
Á fornri ensku, eins og hún var töluð fyrir þrjú
hundruð árum, slcýrði þessi andi frá, að hún hefði
fæðst á Englandi um 1649 og lifað þar þangað til hún
var fullorðin, rauðhærð stúlka, full af fjöri og lífi. Þeg-
ar hún var komin yfir tvítugt, fluttist hún til Ameríku,
og ekki löngu síðar lét hún lífið í árás, sem með eftir-
grenslan sannaðist, að Indiánar höfðu gjört um það
leyti.
Þegar menn á Englandi rannsökuðu þær lýsingar, sem
hún kom með á fæðingarhéraði sínu, sem hún sagði að
væri Dorset-skíri, þá kon í ljós, að lýsingar hennar stóðu
nákvæmlega heima. Sum einkenni fundust ekki í fyrstu,
þegar leitað var, en við nákvæmari rannsókn á sögum
og munnmælum í héraðinu sannaðist, að þau höfðu
verið til árið 1650. Þar að auki voru mörg forn orð,
sem ekki þektust, en sannaðist að höfðu verið notuð í
Dorset-skíri á þeim tímum.