Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Síða 36

Morgunn - 01.12.1937, Síða 36
Iö2 M O R G U N N skylt við draumórahugmyndir af öllum þeim stefnum í trúmálum, sem nú eru uppi í veröldinni; hún er bygð á þekkingu og engu öðru en þekkingu, en það er satt, að sú þekking er bygð á þeirri grundvallarreglu að taka trúanlegt fleira en það, sem hægt er að rannsaka með venjulegum skynfærum mannanna. Hún er bygð á þeim forsendum, að ef öllum vitnum beri saman í aðalatrið- um, þá beri jafnt að taka vitnisburð þeirra til greina, sem ekki eru lengur í jarðneskum líkama, og þeirra sem eru það, en hún er fyrst og fremst bygð á því, sem menn hafa sjálfir séð og heyrt. Hún er bygð á skynsemi en ekki hleypidómum. Hún er bygð á rannsókn en ekki ágizkunum. Hún er bygð á traustinu á kærleiksríkum föður á himnum, en ekki böðul í dómarasæti. Hún er bygð á réttlæti, sannleika og kærleika. Ég hefi nú nokkuð rætt það viðhorf í trúmálum, sem var hár, þegar andahyggjan barst hingað til lands, og síðar, hvernig viðtökur hún fékk, og hvernig af- stöðu menn tóku til hennar yfirleitt, en eins og gefur að skilja, er það, sem ég hefi getað sagt hér, ekki nema stutt ágrip, en ég hygg þó, að það geti gefið ykkur nokk- ura hugmynd um ástandið eins og það var. En hvernig er þá trúarhugmyndum fólks varið nú eftir þau þrjátíu ár, sem liðin eru síðan. Hefir anda- hyggjunni tekist að gjöra sig gildandi hér á landi á þessum árum? Ég fullyrði að svo sé; það þarf ekki ann- að en benda á þær vinsældir, sem húslestrabók Haralds Níelssonar hefir hlotið, til að sýna, að skoðanir spirit- ista eiga opna leið að sálum mannanna. Það þarf ekki annað en benda á þá aðsókn, sem er að öllum erindum, sem flutt eru um það efni. Vítiskenningin er útdauð með öllu hjá mönnum, a. m. k. verður ekki annað séð, að örfáum undanteknum og kem ég að því síðar. Aftur er varla hægt að neita því, að á síðari árum fer þeim fjölgandi, sem gjöra lítið úr gagnsemi trúarinnar, en varla er hægt að kenna það áhrifum frá andahyggj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.