Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 92
218
MORGUNN
bátnum. Hjá honum var þá fullskipað, svo að hann gat
ekki bætt við manni. Stúlka, sem var á Reyni, sagði mér,
að þegar hún kom út um morguninn, hefði maður þessi
staðið úti fyrir glugganum á svefnherbergi okkar hjón-
anna, og þá sagt sér, að hann hefði haldið, að þar væri
svefnherbergi Sveins og þeirra hjóna.
Maður þessi fór svo til Víkur. Þar fengu austanmenn
sér bát. Svo þrem dögum eftir að mig dreymdi þennan
draum, vildi það slys til, að bát þeirra hvolfdi. Þrír menn
drukknuðu, og einn þeirra var þessi maður.
Mörgum vikum síðar, eða í sláttarbyrjun, fundu tveir
menn úr Reynishverfi lík hans rekið við Reynisfjall.
Annar þeirra sagði mér þá, að ásigkomulag þess lík-
amshluta, er ég sá í draumnum, hefði verið mjög áþeklct
því, sem í raun réttri var, þegar þeir fundu líkið.
„Ég vissi um hreðkurnar þínar“,
Fyrst eftir það, að við fluttum í Mýrdalinn, áttum við
heima í Þórisholti, því að íbúð fyrir skólastjórann var
ekki við skólann. Þar kyntist ég Guðríði, dóttur Einars
Finnbogasonar hreppstjóra í Þórisholti.
Guðríður hafði þjáðst mörg undanfarin ár af mjög
þrálátum og kvalafullum sjúkdómi, sem hún bar með
mikilli stillingu og fátíðu þreki. Hún var trúuð stúlka,
og áttum við oft tal um lífið eftir líkamsdauðann.
Guðríður andaðist á Landakotsspítala í júní 1983, og
var lík hennar flutt austur að Þórisholti. Við vorum þá
á Reyni.
Eitt kvöld, nokkru fyrir jarðarför Guðríðar heitinnar,
gekk ég út í kálgarð, til þess að ná mér í hreðkur (ra-
dísur) í kvöldmatinn. Á leiðinni gat ég ekki um annað
hugsað en Guðríði. Ég hafði oft, eftir að hún dó, undr-
ast yfir því með sjálfri mér, að ég skyldi á engan hátt
geta orðið hennar vör. En í þetta sinn fannst mér helzt
óbærilegt að hugsa til þess, að fá nú ef til vill ekkert
um hana að vita meir.