Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 78
204
MORGUNN
Iðkendur sálrænna vísinda eru óháðir
Frahfið1<ÍS' l3Vb Sem kallað er „trú“ á upprisu Jesú.
náttúru- Þeir vita af reynslu, að framhaldslíf
lögmál. manna eftir líkamsdauðann er náttúrulög-
mál, sem verkar skilyrðislaust. En ef
kenna skal strangtrúuðum kristnum mönnum það fram-
vegis, að stórmerkin í lífi, dauða og upprisu höfundar
kristindómsins séu ótrúleg og óáreiðanleg, og þeim ekki
gefin nein önnur skýring en hin gamla kraftaverkatrú, —
þá eru þeir í sannleika illa farnir.
Ég held því fram, að ef við ætlum að prédika almenn-
ingi kristindóm, þá verði það að vera allt eða ekkert. —
Annaðhvort fullkominn kristindóm með ölum þeim ann-
ars-heims-atriðum, sem gáfu sögunum tilfinningagildi, eða
að játa það, að kristindómurinn sé dauður, af því að frjáls-
lynda guðfræðin hafi sogið úr honum allan merg, allt sem
gaf honum kraft, áhrifavald og innblástur.
Unga fólkið nú á dögum er sem óðast að snúa aftur til
frumstæðra siða og fyrirlítur siðferðileg og andleg lög-
mál. Það hefur ekki neina andlega leiðbeiningu. Hvorki
unga kynslóðin né foreldrar hennar fara í kirkju — held-
ur aðeins afar hennar og ömmur. Og er það furða? Þið
frjálslyndir guðfræðingar viljið gjarna láta endurskoða
hina úreltu helgisiðabók. En ég spyr ykkur: Hefur sú
kraftlausa tegund kristindóms, sem þið viljið boða fólki,
nokkurn hrifningarmátt?
Er það t.d. líklegt, að þið getið blásið ungu fólki, eða
fólki á hvaða aldri sem er, í brjóst hrifningu af dásemdum
kristinnar trúar, — sem er í sjálfu sér mesta kraftaverkið,
— með því að segja því, að Páll postuli, sem breiddi krist-
indóminn út um heiminn og hafði, áður en hann snerist,
ofsótt kristna menn, — að Páll, segi ég, hafi snúizt og orð-
ið brennheitur postuli og trúboði fyrir einhverja „innri
orku-aukningu“, og að það hafi verið slílc „innri orku-
aukning“, sem hafi látið hina postulana, lærisveinana
og hina 500 votta þá staðreynd, að Jesús lifði eftir