Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 113
MORGUNN
239
Ritstjórarabb Morguns um hitt og þetta.
Nýkomin er út bók á Englandi, sem
Eru englar raun_ margir hefðu sjálfsagt gott af að lesa.
"r"r? Ég hefi ekki séð hana enn og hygg a5
hún sé ekki komin hingað til lands. — En
ég hefi lesið um hana og hér fer á eftir ritstjórnargrein
um hana, sem birtist í Light í síðastliðnum júlímánuði:
,,Eru englar raunverulegar verur, eða eru þeir ekki
annað en ímyndanir skálda og draumamanna og verða
þeir að engu fyrir framfarir vísindalegrar þekkingar?
Þessar spurningar eru meðal þeirra málefna, sem síra
Edward Langton ræðir í bók sinni „Kenningar Nýja-
testamentisins um englana“ (The Angel Teaching of
the New Testament).
„Ekki þarf að lesa mjög vandlega milli línanna til
þess að ganga úr skugga um að Mr. Langton trúir því
sjálfur, að englar séu veruleikur, og ekki ímyndanir
einar; en í þessari síðustu bók sinni rökræðir hann ekki
málið; hann lætur við það sitja að komast eftir, að svo
miklu leyti, sem það verður gert með víðtækum lærdómi,
hvað það sé, sem Nýja-testamentið kenni — tekur guð-
spjöllin, Postulasöguna, bréf Páls og önnur bréf Nýja-
testamentisins og Opinberunarbókina fyrir í sérstökum
kapítölum. Og árangurinn er sá, að sýna ljóslega, „að
Jesús og fornkristnu mennirnir hafi yfirleitt litið á engl-
ana sem ótríræðan andlegan veruleika, og að þeir hefðu
við og við birzt á jörðunni til þess að veita börnum guðs
þjónustu sína.
„Bókin er ætluð „öllum, sem leita eftir
Er nauSsynlegt , , , ,, , ,
sannleikanum um truar-reynslu , og bu-
aö sanna
þetta? ast má við að hún sé aðallega ætluð
kristnum mönnum. Þar sem þetta er nú
svo, kann sumum að þykja það kynlegt, að það slculi
vera talið nauðsynlegt, að fylkja þessu sannana magni,
eins og Mr. Langton gerir af svo mikilli kunnáttu — því