Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 56
182
MORGUNN
leggingum á pilsinu. Hann virtist mjög nærskorinn og
falla fast að líkama hennar, en stúlkan sjálf virtist vera
mjög grönn í vexti. Hún laut yfir sjúka manninn í rúm-
inu með innilegri ástúð og eftirvæntingu í svipnum.
Seinna sögðu ættingjar lians mér að lýsing mín ætti við
systur hans, er hefði látist 18 ára að aldri, en hana hafði
ég auðvitað aldrei séð í jarðlífinu. Ég sá þetta álíka
lengi og ljósið áðurnefnda; því næst hvarf þetta sjón-
um mínum og alt virtist sem áður, en engin breyting
virtist sjáanleg í útliti eða ástandi sjúklingsins. En
skyndilega var eins og einhver djúp og dularfull kyrð
fylti herbergið. Mér er ómögulegt að lýsa þessu ein-
kennilega fyrirbrigði fyrir yður, það var engu líkara en
hjartaslög gjörvallrar tilverunnar hefðu alt í einu hætt
í nokkur augnablik. Ég heyrði að vísu andardrátt hans
ennþá, en er ég var komin að rúminu, stöðvaðist hann
með öllu, en svo hægt og hljóðlega, að það var naumast
unt að greina. Sálin hafði nú yfii’gefið hinn jarðneska
bústað sinn. Ég kallaði ekki samstundis á hjúkrunar-
konuna, en notaði tímann til þess að tala við hann, er nú
var að nema land á strönd eilífðarinnar, tala við hann
um það, er nú hafði gerzt. Ég bað hann um að treysta
aðstoð og leiðsögu vina þeirra, er nú hefðu tekið á móti
honum og haga sér eftir bendingum þeiri’a og fræðslu,
en bægja öllu hinu jarðneska og hverfula úr huga sín-
um. Því næst gei'ði ég hjúkrunarkonunni viðvart og við
veittum hinum jarðneska líkama hans í sameiningu
venjulegan umbúnað, en samtímis reyndi ég að veita til
hans allri þeiri’i ástúð og þeim hlýleikatilfinningum, er
ég gat látið í té. Má ég bæta því við, að það er ósegjan-
lega mikilsvert fyrir nýlátinn mann, sem ef til vill jafn-
vel nokkurn tíma eftir andlátið er í meira eöa minna
sálrænum tengslum við jarðlífslíkama sinn og á þess-
vegna auðvelt með að fylgjast með hugsunum og at-
höfnum eftirlifandi vandamanna sinna og vina, að allur
sá aðbúnaður, sem líkama hans er veittui’, sé fram-