Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 69
MORGUNN
195
það metnaður. Hann trúði aðeins á það, sem skilningar-
vit hans gátu borið vitni um. Blómin, trén, fuglarnir —
alt það yndislega, sem hann hafði safnað í kringum sig
— hafði engan boðskap fyrir sál hans. Hin andlega
merking þess fór fram hjá honum.
„Þegar þunglyndið ásótti hann, kom engin bæn frá
hjarta hans um hjálp og leiðsögn. Hann efaðist mjög um
að nokkur guð væri til. Sú ritningargrein, sem svo oft
hefir reynst djúpsettur sannleikur, var honum einskis-
virði: „Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun
hann gjöra stigu þína slétta“. Englarnir, sem fegnir
mundu hafa viljað veita honum þjónustu sína, gátu það
ekki, af því að hann hafði lokað þeim leiðum fyrir þeim,
sem hugsanir þeirra hefðu getað farið til þess að ná til
sálar hans. Hann var ekki vondur maður. Hann var að
eins hygginn í eigin ímyndun, en þó að hann grunaði
það ekki, var hann mjög fávís maður.
„Nú er það af hinum manninum að segja — mann-
inum er hafði mistekist — að hann hafði lagt rækt við
sitt andlega eðlisfar; hann hafði oi’ðið fyrir mörgum
raunum og sorgum, en þær höfðu komið honum til þess
að snúa sér til guðs um huggun og hughreysting. Með
þeim hætti hafði hann orðið ríkur í anda. f sönnustum
skilningi var það ekki auðugi maðurinn — maðurinn,
sem hafði afsalsbréfið fyrir jarðeigninni í skáp sínum
— sem átti þessa yndislegu eign. Fegurð þess heyrði til
fátæka manninum. Það var hann, sem þann dag skildi
það að efnt var loforðið: „Leitið fyrst guðs ríkis og hans
réttlætis, og þá mun alt þetta veitast yður að auki““.
13*