Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 57
MORGUNN
183
kvæmdur með ástúð og innileik. Leitist við að fram-
kvæma öll slík verk með lotningu og kærleika, sem
helgiathöfn í þágu hans, sem horfinn er að sýnilegum
návistum. Það er eins og sumum virðist þetta starf vera
eitthvað ógeðfelt og kveinka sér einatt við að leggja
sjálfir hönd að því. Reynið að útiloka slíkar hugsanir og
tilfinningar úr hugum yðar við slík tækifæri, en minn-
ist þess að hver hugsun, hvert orð og hvert verk, er ber í
sjálfu sér tækifæri til þess að veita ástúð og kærleika
inn í þjáða og mædda sál, er máske hverfur inn á næsta
stigið með þunga helsárra minninga til samfylgdar, er
heilög athöfn, sakramenti kærleikans; lærið að skoða
það sem dýrmætustu forréttindin að mega taka þátt í
slíkri guðsþjónustu".
Conan Doyle og spiritisminn.
Sonur Sir Arthurs Conan Doyle, skáldsagnahöfund-
arins heimsfræga, Denis Conan Doyle, hefir ritað grein
um föður sinn í amerískt tímarit, Commentator,
og segir þar frá því, hvernig það atvikaðist, að faðir
hans varð einn af öflugustu foringjum í spiritistisku
hreyfingunni. Hér fer á eftir nokkurt ágrip af ritgjörð-
inni, þýtt úr enska vikublaðinu Psychic News.
Faðir minn var á sama máli og leiðtogar í hugsanalífi
háskólagenginna manna, er honum voru samtíða, að
því leyti, að hann véfengdi það, að til væri nokkurt líf
hinumegin við gröfina.
Hann kom á nokkra lítilfjörlega sambandsfundi, og
árangurinn af þeim varð sá, að herða óvild hans gegn
málinu.
L