Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Page 43

Morgunn - 01.12.1937, Page 43
MORGUNN 169 irnir skuli efast um þa'ð, að alt sem er gott og yndislegt á jörðinni sé til hér með aukinni fegurð og enn elsku- legri yndisleik. Á einum turninum stendur kona. Klæði hennar eru með þeim lit, sem heyrir hennar stöðu til, og þann lit þekkið þið ekki á jörðinni, svo að ég get ekki sagt þér hvað hann er nefndur------------- Hún horfir út í sjóndeildarhringinn langt út fyrir vatnið; hinum megin við það eru lágar hæðir og ljósið skín á þær. Hún er fögur ásýndum. Vaxtarlag hennar er fullkomnara og yndislegra en nokkurrar konu á jörð- inni og andlit hennar ástúðlegra. Af augum hennar stendur yndislegur Ijómi með fjólulitum blæ. Á enni hennar blikar silfurstjarna og sendir frá sér neista, sem svör við hugsunum hennar; þetta er gimsteinninn, sem heyrir til stöðu hennar. Og ef nokkurs væri vant til að gera fegurð hennar fullkomnari, þá kemur það nú fram í löngunarsvipnum, sem gerir ekki annað en aulca frið- inn og fögnuðinn á andliti hennar. Þetta er húsfreyjan og hér á heima fjöldi ungra kvenna, sem eru undir umsjá hennar------------- Ef þú athugaðir nú andlit hennar, mundirðu tafar- laust sjá, ao hún er að vonast eftir einhverju. Alt í einu er eins og kvikni ljós og sendi frá augum hennar þessa yndislegu, fjólubláu geisla; og af vörum hennar fer skeyti; það mundir þú vita af því, að þú sæir bláu, ljós- rauðu og fagurrauðu glampana, sem skjótast frá vörum hennar og virðast fljúga miklu hraðara en svo, að þú getir fylgt þeim með augunum yfir vatnið. Þá sést bátur koma hægra megin milli trjánna, sem eru við vatnið----------Báturinn kennir að lendingar- staðnum og glæsilega búinn hópur manna hleypur upp á marmaraþrepin, sem liggja upp að græna vellinum, fyrir ofan. Einn maðurinn fer sér samt hægt. Fagnaðarsvipur er á andiiti hans og hann virðist líka vera fullur undrunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.