Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 40
166
MORGUNN
sínum. Baðstofan var e. t. v. lág og stofan þröng, en í
kvöld sjáið þér æskuheimilið í ljósi minninganna, þér
lofið guð, sem gaf, og blessið nöfn foreldranna, sem þar
lifðu og störfuðu.
En aðrir minnast látins ástvinar, manns eða konu,
gleðistundanna, þegar hjörtun slógu örast á hásumri
lífshamingjunnar, og sorgardaganna, þegar leiðir skildu,
sólin sortnaði og dagurinn varð dimmari en nótt. Blessuð
sé minning vinarins horfna, blessuð sál hans í bústöðum
himnanna og blessaður Guð, sem gaf.
Og hér eru foreldrar, sem í kvöld minnast barnsins,
sem þau mistu. „Drengurinn litli, sem dó“, lifir í minn-
ing móður sinnar eða dóttirin í hjarta föðurins. Friður
sé með sálum þeirra, sem ungir kvöddu jarðlífið og
gengu inn þangað, sem uppeldi hinna ungu sálna er mis-
fellulaust og fagurt.
Hjartanlega minnumst vér þessara allra. Oss sárnar
að verða fyrir vanrækslu vina vorra og svo er framliðnu
vinunum einnig farið, að þeir hugsa iðulega til vor og
þrá að vér hugsum hlýtt til þeirra, og til þess að verða
þess varir, er ég viss um að fjöldi þeirra hefir fylgt yður
hingað í kirkjuna í kvöld.
Þessi guðsþjónusta er ekki aðeins minningarhátíð,
heldur leitar hugurinn einnig fram á leið til hins ókomna
og vér spyrjum um það, sem við oss á að taka, þegar
jarðvistinni lýkur. En hvar leitum vér svars við þeim
spurningum? í sjálfri trúarbók vorri, heilagri Ritning,
er oss sáralítið um þá hluti sagt, guðfræðiritin, flest
þegja algerlega um málið, helzt eru það einstaka dul-
sinnar frá miðöldunum, sem eitthvað segja; bæltur sálar-
rannsókna nútímans eru svo að segja þær einu, sem veru-
lega fræðslu gefa um þessi efni. Þær segja oss að fjöldi
gesta frá öðrum heimi sé að vitja hins jarðneska mann-
kyns og þeirra fræðslu flytja þær.