Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 45
M 0 R G U N N
171
Tilheyrendur mínir, ég fullyrði að svona fagurt hlut-
skifti bíður ekki allra, fjarri fer því, og Allra sálna
messa á að minna oss á hina geysilegu áhættu lífsins, því
að það er hægt, með löstum og grimd, að dæma sjálfan
sig í ,,myrkrið fyrir utan“ eins og það er hinsvegar hægt,
með fögru líferni, að vefa sér brúðkaupsklæðin, sem
Kristur talaði um, svo að við manni taki fagnaðarsalir
himnaríkis, sem ég var að lesa fyrir yður lýsingar af.
Og enn að lokum eitt: Það er mikið grátið við burt-
för ástvinanna, stundum ræður eigingirnin þeim tárum,
en þó er ekki altaf svo; þegar ungur maður hverfur frá
glöðu jarðlífi, góðum kringumstæðum, þá hefi ég þrá-
sinnis orðið þess var að harmur ástvinanna orsakast að
verulegu leyti af því, að þeir vorkenna honum: „hann
hvarf frá svo miklu“, segja menn. Þetta er, undir flest-
um kringumstæðum, mikil fásinna. Ég hefi engan mann
þekt svo gersamlega efnisbundinn að hann hafi verið
algerlega búinn að glata meðfæddum hæfileikum sínum
til andlegra nautna í einhverri mynd, og þegar það er
nú vitað, að maðurinn hverfur inn til tilveru sem býður
óteljandi tækifæri til að njóta á andlega vísu, er auð-
sætt hvílík fásinna það er að gráta það, að hinar líkam-
legu nautnir séu af honum teknar. En af þessu leiðir
aftur það, að það er skynsamlegt hverjum manni að
temja sér að njóta á andlegan hátt, því að sú stund kem-
ur fyrir hvern og einn að það verða einu nautnirnar,
sem kostur er á.
Guð í hæstum hæðum gefi oss náð til þess að haga
svo jarðlífi voru að vér verðum fær um að njóta í ríkum
mæli þess ofurmagns fegurðar og sælu, sem hann hefir
ætlað oss öllum á Sumarlandi eilífðarinnar; ef oss mis-
tekst það, er meira mist en vér höfum vit á að meta, en
takist það, getum vér glöð horft á síðustu elda jarðlífs-
ins brenna til ösku og tekið fagnandi því, sem koma á.
Amen.