Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 34
160
MORGUNN
stuðningur en einmitt það, að hægt væri að sanna áreið-
anleik þeirra frásagna, sem þeir bygðu trú sína á.
Árin liðu, rannsóknir spiritista héldu áfram, sannanir
fyrir framhaldslífi hrúguðust upp. Margir af frægustu
náttúrufræðingum veraldarinnar treystu sér ekki leng-
ur til að mótmæla þessum sönnunum, og fjölda margir
lærðir menn gjörðust brautryðjendur spiritismans. Nú
sneru efnishyggjumenn blaðinu við og sögðu: Það er
ekki hægt að mótmæla því, að fyrirbrigðin gjörast, en
þau stafa ekki frá framliðnum mönnum, heldur frá ein-
hverju óþektu afli frá undirvitund mannsins, fjar-
skygni o. s. frv., og það er ekki hægt í stuttu máli að
rekja allar þær getgátur; sumar eru svo fáránlegar og
mér liggur við að segja heimskulegar, að á þær er ekki
eyðandi tíma eða orðum.
,,Trúuðu“ mennirnir sneru blaðinu líka við, en það,
sem þeim fanst sennilegast var það, að fyrirbrigðin stöf-
uðu frá djöflinum og árum hans, gjörð í þeim tilgangi
að afvegaleiða okkur breyskar mannkindur, en að þau
stöfuðu frá framliðnum vinum, það datt þeim ekki í hug
að játa. (Það er annars eftirtektarvert, hvað djöfullinn
er kröftug persóna í huga margra þeirra manna, sem
telja sig vel kristna, og hvað þeim er gjarnt að eigna
honum mikla framtakssemi). Þegar nú ekki var lengur
hægt að tala um loddarabrögð og svik í sambandi við
spiritismann, þá tóku menn þessa afstöðu til málsins.
Efnishyggjumenn gátu vitanlega ekki samþylct ályktun
,,trúuðu“ mannanna, því þá hefðu þeir um leið gengið
inn á ódauðleika skýringuna, því að vitanlega eru illir
andar því aðeins til, að annað líf en hið jarðneska sé til.
Þótt ég hafi hér lýst afstöðu ,,heittrúarmanna“ og efnis-
hyggjumanna til spiritismans, þá eru vitanlega til margs
konar afbrigði frá þessum skoðunum. Einstaka „heit-
trúarmenn" hafa skoðanir beggja flokkanna, eftir því
hvað bezt hentar í það og það skiftið, en sem betur fer