Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 26
152
MOEGUNN
hann birtist, og loks af því, að þeim er nær skapi að
trúa á það himnaríki, sem er nær skilningi þeirra og
dómgreind, heldur en þokukendar hugmyndir, sem eru
hver annari andstæðar.
Trú manna er einungis til af því, að það er eitthvað,
sem menn ekki sjá; aðrir hafa séð það, og menn hafa
trúað þeim. Ef það er eitthvað, sem þeir skilja, þá halda
þeir því fram sem fullvissu, alveg eins og þeir hafi rann-
sakað það sjálfir. Við vitum ekkert, hvort það er rétt,
að jörðin sé hnöttótt, eða hvort hún snýst; við höfum
enga aðstöðu til að rannsaka þetta. Við bara vitum, að
þetta er vísindaleg staðhæfing, og við trúum þeim, sem
hafa rannsakað þetta. Já, meira að segja, við teljum
okkur vita þetta með áreiðanlegri vissu, en sannleik-
urinn er nú sá, að jörðin gæti alveg eins verið flöt eins
og pönnukaka, og staðið grafkyr, bara látið sólina
ganga kringum sig, án þess við hefðum nokkra hug-
mynd um það. Við vitum meira að segja ekki, hvað langt
er til Reykjavíkur, nema að byggja á reynslu og þekk-
ingu annara. Og mörg af okkur vita alls ekki, hvort
það er rétt, að til séu rauðir, svartir og gulir menn. Nei,
sannleikurinn er sá, að ef trú okkar ætti aðeins að mið-
ast af eigin þekkingu, þá yrði hún næsta lítil. Ykkur
finst ef til vill þetta koma lítið við því, sem ég var að
tala um, nefnilega lífið eftir dauðann, hvort það sje
sannað eða ekki; og það kann að vera satt. En ég vildi
aðeins með þessum einföldu dæmum sýna þeim, sem
hefðu tilhneigingu til að gjöra lítið úr þekkingu þeirra,
sem það mál hafa rannsakað, að það þarf ekki og getur
aldrei orðið, að sú þekking, frekar en öll önnur verði
að vera rannsóknarniðurstaða hvers einstaklings, til
þess að hann geti tileinkað sér hana sem staðreynd.
Slíkt væri megnasta fjarstæða. Og þeir, sem vilja vé-
fengja orð þeirra manna, sem fengist hafa við sálar-
rannsóknir, af því þeir hafa ekki reynt þetta sjálfir,
þeim er náttúrlega heimilt að gjöra það, en þá með alveg