Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Side 97

Morgunn - 01.12.1937, Side 97
MORGUNN 223 Sögulegir drœttir. að rita um þetta efni til leiðbeiningar þeim, er vilja vita hið sanna um þetta, því að jafnan mun það vera, að atburðir eins og þessi afbakast í sögusögnum og meðförum manna á meðal. Er þegar farið að bera á missögnum um þetta mál, sumpart sprottnum af löng- un til að gera málið hlægilegt, sumpart af kæruleysi fyrir því að segja sannleikann, að því er helzt verður séð af þeirri ástæðu, að óvild til ákveðins málefnis, spiritismans, hefir borið sannleiksástina ofurliði. Fáir munu þeir íslendingar vera, þeir er annars hafa heyrt Miklabæjar getið, er ekki kannist við Sólveigu frá Miklabæ. Styður ýmislegt að því, svo sem þjóðsagnir, en þó lík- lega fyrst og fremst hið rameflda draugakvæði Einars Benediktssonar: Hvarf séra Odds á Miklabæ — þessi tryllda leiksýn, þar sem draugurinn Sólveig leikur aðal- hlutverkið. Hinsvegar er mönnum máske ekki eins ljóst, hver sannleiki stendur á bak við allan þann mikla skáldskap, og skulu viðburðirnir sjálfir því raktir hér í stórum dráttum. Um sögulegu drættina hefi eg að nokkru notið aðstoðar Stefáns Jónssonar bónda á Hösk- uldsstöðum, sem er mjög fróður um sögu og ættir þessa byggðarlags, svo og feðganna hr. Péturs Zophoníasson- ar ættfræðings í Reykjavík, og Zophoníasar sonar hans. Árið 1740 fæddist að Miðfelli í Hrunamannahreppi (Árns.) sveinn, er Oddur var nefndur. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon skólameistari í Skálholti síðar biskup á Hólum, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Oddur fór í Hólaskóla 1755 og útskrifaðist þaðan31.maí 1761. Hann er skrifaður í stúdentatölu við háskólann (í Kaupm.höfn) 17. des 1762; tók embættispróf í guð- fræði 15. maí 1765; fekk Miklabæ í Blönduhlíð 18. júlí 1767 og vígðist 1. nóv. s. á. Hann tók ekki við Miklabæ fyrr en vorið eftir (1768). Á Milclabæ bjó séra Oddur ókvæntur níu fyrstu prestskaparárin og hafði hann á þeim árum ráðskonu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.