Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 28
154
MORGUNN
var, að því undanskildu, að áður hafði hann líkama, sem
nauðsynlegur var því sviði, sem hann var á, jarðneska
sviðinu. Nú hefir hann líkama, sem samsvarar því sviði,
er hann er nú á, og sá líkami er honum eins nauðsynleg-
ur og verulegur eins og jarðneski líkaminn var honum
áður.
Hér er því alls ekki um það að ræða, að spiritisminn,
eða rétttara sagt spiritistar séu að boða nýja trú. Heldur
er spiritisminn skýring við gömlu spurningunni, sem sí-
felt hefir verið að knýja á dyrnar hjá öllum hugsandi
mönnum: Hvert fer maðurinn, þegar harni deyr?
Eins og þið vitið öll, er kristna trúin fyrst og íremst.
bygð á þeirri sannfæringu, að Kristur hafi risið upp frá
dauðum; þessi trú boðar það líka, að þeir, sem á hann
tryðu mundu aldrei að eilífu deyja. Þetta var líka skoð-
un frumkristninnar. En er hægt með sönnu að segja að
þetta séu skoðanir nútíðarmanna yfirleitt? Fyrstu
kristnu mennirnir höfðu séð hann bæði fyrir og eftir
dauða hans á krossinum; þeir vissu því, að hér gat ekki
verið um neinn misskilning að ræða. Lærisveinar hans,
sem fylgdu honum á ferðum hans um Gyðingaland og
sáu hann deyja, urðu eftir því, sem guðspjöllin herma,
mjög undrandi, þegar þeim var sagt, og þeir sáu það
sjálfir, að hann var lifandi eftir sem áður. Þeir urðu
mjög undrandi, jafnvel þótt þeir hefðu hans eigin orð
fyrir því, að þetta mundi gerast. En þegar þeir höfðu
séð hann, þekt hann, talað við hann, og jafnvel þreifað
á honum, þegar þeir sáu, að þetta var sami Kristur, sem
þeir þektu áður, þá hikuðu þeir ekki við að segja öðrum
frá því, ekki sem getgátur, heldur sem fullvissu, og
margir trúðu, þótt þeir sæju ekki sjálfir.
Kristur dvaldist hér á jörðinni í fjörutíu daga, eftir
að hann reis upp frá dauðum, eða a. m. lc. svo nálægt
jörðinni, að hann átti hægt með að birtast hér. Það verð-
ur elcki annað séð, en sá líkami, sem hann birtist í hér
á þessum tíma, hafi verið nákæmlega líkur þeim líkama,