Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 38
164
MORGUNN
ur, ef þeir vilja að þeir verði teknir alvarlega. Álíka
skýringar á réttlæti guðs, eins og útskúfunarkenningin
er, samrýmist ekki hugsunarhætti alþýðumanna nú á
dögum. Ef farið væri að boða hana aftur í kirkjum
landsins, mætti eins vel loka þeim alveg; það fæst eng-
inn til að hlusta á það.----
(Niðurlag í næsta hefti).
Allra sálna messa.
(Frikirkjan i Hafnarfiröi).
Eftir sira Jón Auðuns.
Náð og friður sé með öllum sofnuðum vinum vorum,
sem vér erum saman komin til að minnast í helgidóm-
inum í kvöld. Guðs eilífa ljós lýsi þeim öllum.
Með dýrar minningar leitum vér hingað á vígðan
stað, í heilagt hús. Þessi kirkja hefir verið vottur að
dýpstu gleði sumra yðar, og jafnframt að sárustu raun-
um annara. Hún er eins og skapföst, ástrík móðir, sem
opnar börnum sínum faðm sinn til þess að bjóða þeim
skjól, skjól með allar minningar, bæði um bjarta og
dimma daga. Á allra sálna messu — minningardegi vin-
anna, sem hurfu frá oss yfir dauðans miklu móðu — leit-
um vér fegin í hennar skjól, til þess að eiga þar minning-
arstund, helgaða af návist þeirra ósýniiegu afla, sem
starfa í guðsþjónustunni.
Þegar vér lítum til baka yfir liðnar samverustundir
með vinunum, sem horfnir eru, leitar hugurinn fyrst til
Guðs, sem vinina gaf. Lofaður og vegsamaður sé hann