Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 7

Morgunn - 01.12.1954, Page 7
MORGUNN 85 Spíritismi á NorSurlörídum. vitleysu hefði ég aldrei sagt, hér hefði hinn erlendi blaða- maður misskilið málið. Þegar ég kom í íslenzka sendiráðið í Osló var mér bent á þetta ranghermi í tveim norskum blöðum. Ég fór þegar í ritstjórnarskrifstofu þess blaðsins, sem heimilisfang á í Osló, og leiðrétti ranghermið með út- drætti úr handriti mínu frá Helsingfors. Kom leiðréttingin þar þegar næsta dag. Hinu blaðinu sendi ég leiðréttingu til Trondheim, en um hana veit ég ekki frekar. Annars mun öllum þorra fólks kunnugt, hver mishermi verða tíð- um, er fréttaritarar segja frá í blöðum sínum máli, sem þeir bera sjálfir lítið skyn á, og kæra sig kannske misjafn- lega mikið um að þekkja. Ég hygg spíritismann á Norðurlöndum standa á vega- mótum. Sumum beztu mönnum hreyfingarinnar er ljóst, að starfsaðferðirnar hafa ekki verið heppilegar og að gætt hefur um of manna, sem hafa fjarlægzt sjálfar sálarrannsóknirnar, en gefið sig á vald viðsjárverðum barnaskap. Or- sökin er sú ekki sízt, að miðlarnir hafa farið, sumir hverjir, út fyrir verksvið sitt. Þeir hafa ekki tollað í félögum þeim, sem þjálfuðu þá, en myndað sjálfir utan um sig eigin félög með „trúuðu“ fólki, og orðið eins konar spámenn fyrir „hópinn sinn“. En þá hefur leiðin opnazt fyrir margs konar öfgum. Fátt er hættulegra innan spíritismans en þegar miðlarnir fara að gerast prestar fyrir hóp trúaðra. Pyrir þessari freistingu hafa ekki fáir miðlar fallið og farið að stunda það lítt hugnanlega miðilsstarf, að flytja svonefndar transprédikanir. Á þessu hefur borið nokkuð á Norðurlöndum, einkum í Danmörk, eins og raunar jafn- vel á Englandi. En beztu mönnum hreyfingarinnar er nú að verða ljóst, að gegn þessu þarf að vinna. Að því vildum við vinna, íslendingarnir tveir, sem sóttum þingið fyrir hönd S.R.F.f. MORGUNN hefur áður sagt frá hinum merku samtök- um brezkra kirkjumanna til að kynna sér sálarrannsóknir °g spíritisma. í októberbyrjun sl. boðuðu samtökin til fund-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.