Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 8

Morgunn - 01.12.1954, Page 8
86 MORGUNN Brezkir kirkjumenn. ar í London, og tóku ýmsir kunnir menn til máls. Fundar- stjórinn var Sir Cyril Atkinson og mælti á þessa leið: „Maðurinn hefur snúið baki við Guði. Ekki til að aðhyll- ast aðra guði, heldur guðleysi. Trú á fram- haldslíf er grundvöllur allra trúarbragða. Ef dauðinn er endir alls, verða öll trúar- brögð einskis virði“. Hann minntist á andstöðu þá, sem komið hefur fram innan kirkjunnar gegn þessum samtök- um og sagði: „Ég held að svona gamalmennaþvættingur hafi aldrei sézt á prenti fyrr. Ég skrifaði andsvar (gegn mótbárunum í blaðinu Church Times). Tveir samherjar mínir gerðu hið sama. Blaðið hefur stungið öllum bréfum þessum undir stól“. Þá gaf hann orðið séra W. Charles Harrington, sóknarpresti við Allra-heilagra-kirkjuna í Nottingham. Honum fórust þannig orð: „Ég tala sem prestur, heilshugar hollur þeirri kirkju, sem ég þjóna“. Hann lýsti yfir þeirri sannfæring sinni, að sálrænt fólk, gætt miðilsgáfu, hefði verið til á öllum öldum, en kvað suma þá, sem ekki ættu að koma nærri sálrænum tilraun- um, vera að fúska við þær. Þá tók til máls séra F. S. W. Simpson, sóknarprestur í Shoreham, Sussex. Honum fór- ust þannig orð: „Nú á tímum kalla háværari raddir en * , .... nokkuru sinni fyrr á kirkjurnar, að þær Hvaðan hofum .... , , * , . . ? færi sonnur a það, sem þær kenna. Vif, höfum ekki nokkrar aðrar sannanir tii að halda að efnishyggjumönnunum fyrir því að lífið haldi áfram eftir dauðann en þær, sem sálarrannsóknirnar hafa leitt í ljós. Margra ára rannsóknir sýna, að til eru góðir, illir og einskisverðir miðlar. Þeir fylgja ekki allir spírit- istakirkjunum, sumir þeirra fylgja hinum gömlu kirkju- deildum vorum. Ég hef haft kynni af mörgum miðlum, sem aldrei hafa gefið sig að opinberu miðilsstarfi. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga, sem borið hafa merki sannleikans, þrátt fyrir hlátur manna, háð og spott. Spíritistakirkjurnar eru aðeins til vegna þess, að við höfum vanrækt sannleiksleitina í kristnu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.