Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 10

Morgunn - 01.12.1954, Page 10
88 MORGUNN fyrra. M. Bernström sagði svo frá: „Frú Thompson kom til Gautaborgar með skipi frá Englandi. Ég fór í bílnum mínum til að taka á móti henni. Hún vissi ekki nafn mitt áður, hvað þá meira um mig. Þegar við komum heim og höfðum tekið okkur sæti í skrifstofu minni, sagði hún, al- ókunnug í alókunnugu húsi: Ég sé, að þér haf ið misst ung- an son. Hann er hér. Og svo sagði hún mér nánara frá syni mínum, svo að ég kannaðist við, en ég spurði: Getur hann fært mér sönnur á, að hann sé hér? Frúin svaraði: Hann segir, að í bókahillunum hérna sé ein bók, sem hann hafi átt, en aðeins ein. Ég svaraði: Þetta er ekki rétt. Þegar hinn sonur okkar gifti sig, tók hann með sér allar bækur þeirra bræðranna, hverja einustu. Frúin sagði: Hann seg- ist vita þetta betur en þér. Ég svaraði: Þetta er ekki rétt, en ef svo er, getur hann þá ekki sagt yður, hvar bókin er? Frúin sagði: Við skulum sjá. Og nú gekk hún að bókahill- unum, tók hiklaust út eina bók, rétti mér og sagði: Hver átti þessa bók? Ég opnaði bókina og mér til mikillar furðu sá ég, að nafn sonar míns var skrifað á hana. Án þess ég vissi, og þvert ofan í ætlun mína, hafði hinn sonur minn skilið eftir þessa bók, af vangá, þegar hann átti að taka allar bækur bróður síns til sín. Það, sem mér er kærast í þessu merkilega atviki, er, að þegar sonur minn var hjá okkur, áttum við heima á allt öðrum stað. I lifanda lífi kom hann aldrei í þetta hús. Þetta sannfærði mig um, að hann veit um okkur eftir að hann fór af jörðunni. Yið hjónin höfum leitað síðan og ekki fundið í bókasafni mínu aðrar bækur drengsins okkar“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.