Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 18

Morgunn - 01.12.1954, Page 18
96 MORGUNN manna. Áhrifin úr andaheiminum renna helzt eftir þeim farvegi, þar sem minnst er um stíflur eða þvergirðings- hátt. Þar sem hugurinn allar stundir er kafinn ofan í jarðnesk efni, þar komast englar Guðs ekki að. Fyrir því rennum vér og grun í, hvers vegna Jesús talaði þessi al- varlegu orð: „Hversu torvelt er ríkum manni að ganga inn í ríki himnanna!“ Þar sjáum vér á andlegt lögmál. Fornskáld Hebrea hefur rétt að mæla: Sundurkraminn andi er Guði þægileg fórn. Auðmjúkt og sundurmarið hjarta munt þú, ó Guð, ekki fyrirlíta. — Og Jesús Kristur sagði: Nema þér verðið eins og börn, munuð þér engan veginn komast inn í ríki himnanna. — Drottinn sendir naumast sendiboða sína þangað, sem stærilætið ríkir í hjarta og huga. Hann vill helzt taka sér bústað í auðmjúk- um, barnslegum hjörtum. Af þessum ástæðum mun það hafa verið, að fjárhirðarnir urðu fyrir valinu; og af því að þeir voru svona gerðir, bæði heyrðu þeir og sáu. Og lík- legt er, að því fjarlægari sem vér verðum fjárhirðunum, fjöllum og elfum, og stjörnunum og næturkyrrðinni, því fjarlægari verðum vér englunum. Fjárhirðarnir hvílast við brjóst náttúrunnar og verða því opnir fyrir áhrifum hennar og fyrir þeirri dásamlegu kyrrð, er þar ríkir. Þeir hafa tíma og næði til að hugsa, og stórfelld náttúra vekur stórfelldar hugsanir. Hinn mikli friður úti í næturkyrrð- inni, þar sem þeir eru einir sér með hinn blikandi stjörnu- skara yfir höfði sér, hann sefar allan ókyrrleik sálarinnar og býr hugann undir að meðtaka skeytin frá himnum. Höfðingjarnir og auðkýfingarnir og búsýslumennirnir á Gyðingalandi voru án efa að hugsa um allt annað en vesalings f járhirðarnir. Hugur þeirra teygðist ekki upp til stjarnanna, hann hneigðist að jarðneskum störfum og jarðneskum auðæfum. Og eins er um fjölda manns á vor- um dögum. Fyrir því gera þeir ekki annað en hlægja og skopast að tilraunum þeirra manna, sem af þrá eftir æðra heimi og æðri þekking og fullkomnari skilningi á tilver- unni reyna að komast í samband við engla frá himni, eins

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.