Morgunn - 01.12.1954, Qupperneq 25
MORGUNN
103
um skeið prestsþjónustu fyrir fríkirkjusöfnuðinn þar.
Prédikunarstarfi hans kunnu menn ágætlega. Hugsunin
var ljós, vandvirknin var mikil og snemma bar á því, að
hann fór hiklaust sínar eigin götur. Þótt hann hefði ekki
aðra skólamenntun en þá, sem hann hlaut í Kennaraskól-
anum, var hann furðuvel að sér um guðfræðileg efni, enda
var hann jafnan sílesandi, er tóm gafst til frá skyldustörf-
unum.
Einar Loftsson hafði snemma fengið hinar mestu mæt-
ur á brautryðjendastarfi þeirra Einars H. Kvarans og
próf. Haralds Níelssonar, en á Austfjarðaárunum bar
fundum hans saman við Sigurð Kvaran, sem þá var hér-
aðslæknir eystra, og batt við hann vináttu. Þeir áttu sálu-
félag um sálarrannsóknamálið, lásu, ræddu saman og
gerðu sjálfir athyglisverðar sálrænar tilraunir. En í þá
átt hafði Einar Loftsson nokkurn hæfileika sjálfur.
Fyrir um það bil aldarfjórðungi fluttist hann alkominn
hingað til Reykjavíkur, og skömmu síðar batt hann vin-
áttu við Einar H. Kvaran og konu hans. „Eftir það byrj-
aði ég raunverulega fyrst að lifa“, sagði hann síðar. I húsi
þeirra hjóna bjó hann síðan til æviloka þeirra og eftir það,
unz hann fluttist í hús S.R.F.l. við Öldugötu 13 fyrir
rúmu ári.
Heimili þeirra Kvaranshjónanna varð honum meira
virði en nokkurt annað heimili fyrr og síðar. Þar fékk
hann að eiga sálufélag við gáfað og fjölmenntað fólk. Þar
var bókakostur góður um þau mál, sem honum voru hug-
leiknust, og það andrúmsloft víðsýnis og mennta, sem þau
hjónin voru samhent um að fylla heimili sitt af, varð hon-
um uppspretta mikillar gleði. Hver hamingja þetta varð
Einari Loftssyni, skilja allir, sem þekktu hann og þekktu
hið frábæra heimili frú Gíslínu og Einars Kvarans.
Sálarrannsóknirnar urðu Einari Loftssyni það mál, sem
hann unni mest og helgaði starfskraftana mesta, auk
kennslustarfsins. Hann varð ágætlega að sér í bókmennt-
um sálarrannsóknanna og spíritismans, og síðustu árin