Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 27

Morgunn - 01.12.1954, Page 27
MORGUNN 105 síðan má segja, að hann hafi verið sívinnandi fyrir ritið til hinzta dags. Hann fagnaði því, að fá enn meiri tíma en fyrr til þessara starfa, eftir að hann fékk lausn frá kennslu- störfunum. Sá tími varð skemmri en vér hefðum vænzt, en enn eru í fórum ritstjóra MORGUNS ritgerðir eftir hann, sem óprentaðar eru. Það ætti að vera mér ljósara en öðrum, hve mikils MORGUNN hefur misst við fráfall Einars Loftssonar. Nær sem ég kallaði til hans í önnum mínum, var hann boðinn og búinn til starfa. Og allt var hugsað og vandað, sem hann lét fara frá penna sínum. Og vér minnumst hans frá félagsfundum vorum. Svo oft stóð hann hér í ræðustólnum til að flytja oss mál sitt. Svo mikil er sú fræðsla, sem hann er búinn að bera oss. Og vér söknum þess, að sjá hann hér ekki oftar. Hann leit á spíritismann sem vitsmunalega sannleiks- leit og var því fráhverfur með öllu, að spíritisminn væri gerður að trú. En það var ekki vegna þess, að hann væri ekki trúmaður, því að það var hann. Jafnhliða því að hann unni hinni vitsmunalegu sann- leiksleit, bjó í sálu hans djúp hneigð til hins mýstíska, dul- ræða. Um þau efni var hann einnig fróður. I táknum og fræðum fornra trúkerfa og helgisiða las hann ýms megin- sannindi tilverunnar, og öll þau fræði sá hann benda til hins hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar. 1 þessum innri heimum átti hann mikla hamingju, og þar fann hann þá ósýnilegu félaga, er bættu honum upp það, að í hinum ytra heimi var hann tíðum fremur éinmana. Af löngum kynnum mínum af honum þykist ég mega fullyrða, að lífsskoðun hans hafi einkum borið sér vitni í tvennu, annars vegar í því, hve frábærlega fórnfús hann var, og hins vegar í því, hve mikill drengur hann var og vinur. Hann átti aldrei fyrir öðrum en sjálfum sér að sjá, var frábærlega vinnusamur og hófsamur, en var þó alla ævi snauður. Hann varði jafnan miklum tíma til að þjóna góð- um málefnum, en leit þar aldrei til launa. Honum var nóg

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.