Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Síða 28

Morgunn - 01.12.1954, Síða 28
106 MORGUNN að geta fullnægt einföldum þörfum daglegs lífs, en hann reyndist oft höfðingi þeim, sem hann taldi maklega stuðn- ings, rausnarmaður um efni fram, að því er flestir myndu kalla. Þessi lífsstefna var svo samofin lífsskoðun hans, að hún var honum sjálfsögð, engin fórn, heldur hamingja. Og hann var mikill drengur og vinur. Raunar ekki allra vinur. Það lá ekki í skapgerð hans að opna faðm sinn öll- um, fjarri fór því. En vinir hans fundu hjá honum það traust, sem ekki brást, og því er þeim mikill söknuður að honum. Hann gat verið ósveigjanlegur, ef hann varð ein- hvers þess var í skapgerð manna, sem hann taldi ótraust. En vinum sínum var hann svo, að um munaði. Vér finn- um, að hér er manns að sakna, sem vér verðum miklu snauðari eftir að hafa misst. Hann var svo elskulega laus við hversdagslega smámunasemi, að hégómamálum hreyfði hann aldrei. Yfir hugarheimi hans ljómaði sá æðri dagur, að samvistirnar við hann sýndu oss gagnmerkan mann. Yfir honum hvíldi sú heiðríkja hugans, sem er einkenni þess manns, er horfir yfir hégómann, hismið og hjómið og skoðar allt frá sjónarmiði eilífðarinnar. En það hafði spíritisminn kennt honum að gera. Hann hafði þrásinnis átt við mikla sjúkdómserfiðleika að stríða, en hann bar þá alla með karlmannlegri hugarró þess manns, sem horfir til æðri markmiða. Hinum megin við þjáninguna sá hann bláma fyrir „lífsins fjöllum“, sem vinur hans, Einar H. Kvaran, hefur kveðið fagurlega um. í erfiðleikunum vissi hann ósýnilega vini styðja sig. í þrautunum horfði hann héðan og heim. Er ég átti tal við hann síðast, meðan hann hafði enn rænu, talaði hann um, að sennilega væri hann að leggja í síðustu ferðina héðan. „Fyrir þeirri ferð kvíði ég ekki, þótt eitthvað kunni að gefa á bátinn áður en landi er náð í nýrri höfn“, sagði hann, og þau orð voru engin uppgerð. Og í síðasta sinn, er ég kom til hans, tveim dögum fyrir andlát hans, þekldi hann mig og reyndi að gefa enn til kynna hið sama með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.