Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 29
M 0 R G U N N 107
rósömu brosi, þótt ekki gæti hann lengur talað, svo að
skiljanlegt væri.
Banastríð hans varð strangt. Dauðinn lagði hendur yfir
helsjúkt höfuð hans, en í hjartanu bjó vorið, sem enginn
dauði getur grandað. Og nú, þegar austrið eilífa hefur opn-
að honum faðminn og fjöturinn þungi er fallinn, horfum
vér eftir góðum manni og merkum ganga áleiðis til „lífs-
ins fjalla“.
Jón Auðuns.
★
Skáldið Gerald Massey
sótti efnið í hina frægu Ijóðabók sína, A Tale of Eternity, í sálræn
fyrirbrigði, sem hann hafði sannreynt sjálfur. Þegar það vitnaðist,
að hann væri orðinn spíritisti, snéru margir fyrri aðdáenda hans
við honum baki. Þetta var fyrir síðustu aldamót. En þá birti hann
þessa yfirlýsing:
„Sannleikans vegna hlýt ég að lýsa yfir því, að spíritismann, sem
íinnast kann í skáldskap mínum, hef ég ekki fengið frá neinum hug-
smíðum og ekki heldur frá neinni erfðatrú á upprisu dauðra. Trú
mín á ódauðleikann er byggð á staðreyndum, sem ég hef sjálfur geng-
ið úr skugga um og sannreynt persónulega. Þessar staðreyndir hafa
verið mér meira og minna kunnar í fjörutíu ár. Þess vegna er sann-
færing mín ekki ótímabær. Þessar staðreyndir hafa gefið mér sönn-
un þess, að vera okkar og vitsmunir halda áfram að vera til og lifa
eftir að rökkurtjaldið er dregið niður í dauðanum“.