Morgunn - 01.12.1954, Side 43
MOEGUNN
121
séð kyrkislöngu kremja bráð sína til dauða, getur máske
gert sér í hugarlund þær ofsalegu þjáningar og angist,
sem slík pyndingaraðferð olli.
Svo fast var spennitreyjan reyrð að líkama Ed. Morrells,
að við lá, að segldúkurinn myndi rifna við átökin. í hálfa
klukkustund barðist hjarta hans með tryllingslegum ofsa,
og honum virtist sem hálstaugarnar myndu þá og þegar
slitna. Honum var að verða ókleiít að draga andann.
Það var eins og eldur brynni úr augum hans, og hann
sá nú ekki annað orðið en eldblossa, sem leiftruðu án
afláts fyrir augum hans. Honum fannst hann vera að
kafna.
En — þá fann hann undarlega ró færast yfir líkama
sinn. Hann skynjaði sársaukann ekki lengur. Hann gerði
sér nú fulla grein fyrir því, að sál hans hafði losað sig úr
tengslum við jarðneskan líkama hans. Hann skynjaði nú
tíma og rúm með allt öðrum hætti, skynsvið hans hafði
víkkað. Veggir fangaklefans virtust f jarlægjast og leysast
upp og á næsta augnabliki vissi hann sig lcominn út fyrir
veggi fangelsisins, og nú reikaði hann um úti í guðs grænni
báttúrunni. Hann var frjáls — frjáls.
Bæði þá og síðar, er honum virtist sál sín yfirgefa
jarðneskan líkama hans og reika um í nýjum líkama, sjálf-
stæð og frjáls, bar margt fyrir augu og eyru Morrell’s.
Síðar lýsti hann mörgu af því, er hann hafði skynjað og
greint í þessu ástandi, og sannanlegt var, að viðburðir
Þoir, sem hann hafði séð, höfðu í raun og veru gerzt. Hann
sá skip stranda í höfninni meðal annars, og þetta hafði
gerzt nákvæmlega með sama hætti og á sama tíma og hann
sagði til um. Eitt er víst, að vitneskja um þetta gat ekki
borizt til hans með venjulegum hætti, eins og högum hans
var háttað. Hann sá og hitti meðal annars menn, sem hann
kynntist síðar á lífsleiðinni, meðal annarra stúlku þá, er
síðar varð eiginkona hans. Þá hitti hann og landstjórann,
°g meðal annars sagði hann nákvæmlega fyrir dag þann,
er hann myndi öðlast frelsi sitt. Sál hans virtist nú starfa