Morgunn - 01.12.1954, Síða 47
Kirkjudeilan norska.
★
Kirkjudeilan norska, sem áður hefur verið getið í
MORGNI, hefur vakið athygli víða um lönd. Og einnig
hefur vakið athygli víða skattsvikamál hins fræga, norska
trúmálaleiðtoga og vítis-prédikara, próf. Hallesbys, sem
varð til þess, að hann varð að segja af sér forsetastörfum
í norska heimatrúboðssambandinu. Hann hefur síðan haft
miklum mun hægara um sig en áður. í ameríska tímarit-
inu AWAKE!, 22. júní 1954, birtist þessi grein, sem les-
endum MORGUNS kann að þykja fróðleg:
-----Helvíti. Er það til, eða er það ekki til? Er það
raunverulegur angistar- og kvalastaður framliðinna
manna, eða er það stórkostleg lygi, sem egypzkir prestar
notuðu og ofsatrúarmenn nota enn í dag? Og á að nota
ríkisútvarp til að breiða út kenninguna um eldsvítið, eða
ekki?
Þessum spurningum hafa menn velt fyrir sér í norsku
blöðunum, meðal presta og leikmanna. Einn biskupinn
hefur verið „rannsakaður“ og „sýknaður“, vegna skoðana
sinna á þessu máli, og þessar deilur hafa stórlega veikt
aðstöðu norsku kirkjunnar, og það svo mjög, að í herbúð-
um beggja deiluaðila hefur verið talað um að slíta sam-
bandi ríkis og kirkju, eftir að norska kirkjan er búin að
vera í sterku sambandi við ríkið í 900 ár.
Þetta hófst með því að norskum útvarpshlustendum
rann ískalt vatn milli skinns og hörunds, er þeir heyrðu
hina hvellu og óþægilegu rödd hins 74 ára gamla guðfræði-
prófessors, Ole Hallesbys, þruma í útvarpinu: „Hvernig
getið þið óendurfæddir menn gengið rólega til hvílu að
kveldi, þið, sem vitið ekki, hvort heldur þið vaknið í rúmi