Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 59

Morgunn - 01.12.1954, Page 59
MORGUNN 137 ast hræðilegri baráttu, en um þá baráttu veit hann sjálfur ekkert. Þetta er þjáningafullt fyrir þann, sem stendur við sjúkrabeð deyjandi vinar, en vinurinn sjálfur finnur líkt og yfir hann hvelfist alda, sem hylji hann og sogi í svefn“. Og er ekki þetta einmitt það, sem vér gætum búizt við, þegar þess er gætt, að dauðinn er í hendi Guðs? Ég segi ekki, að dauðinn geti ekki komið fyrr en Guð vill, en dauð- inn sjálfur er guðleg ráðstöfun. Með mannlegri heimsku, fávizku og synd er hægt að flýta fyrir dauðanum. Sumir nienn komast í gegnum lífið, án þess að verða fyrir þján- ingum, en dauðann umflýr enginn. Nú skulum við hugsa okkur ófætt barn í móðurlífi. Mundi ekki ófædda barnið fyllast skelfingu af tilhugsun- inni, ef það fengi allt í einu hæfileika til að gera sér hug- myndir um lífið, sem bíður þess? í móðurlífinu nýtur það unaðslegs skjóls, hlýju og næringar, án þess að þurfa nokk- Uð fyrir þessu að hafa. En að hugsa til þessa hræðilega kuldalega og óvingjarnlega heims, sem það á að fara að fæðast til, — hlyti fæðingin ekki að vera barninu ægileg tilhugsun? En hversu undursamlega hefur Guð ekki kom- ið öllu fyrir í sambandi við fæðinguna. Þegar barnið fær fyrst meðvitundina á jörðunni, hvílir það mjúklega við hlýjan móðurfaðminn, næringin bíður þess rétt hjá munn- inum, í móðurbrjóstinu, það er umvafið móðurörmunum, sem þrýsta því mjúklega, og yfir því blika brosandi, kær- leiksfull móðuraugun. Mun Guð ekki bera umhyggju fyrir fæðing okkar inn í annan heim, fyrst umhyggja hans fyrir fæðing okkar inn í jarðneska heiminn er svona dásamleg? Mun hann ekki vita, að andspænis dauðanum erum við óttaslegin, kvíðandi og með einmanakennd, og mun hann ekki sjá um að dauðinn verði oss ununarfull reynsla? Ég er sannfærður um, að annað líf er svo unaðslegt, að við höfum ekki skyn til að skynja það, ekki orð til að lýsa bví. Hvernig gætir þú farið að því að gera fegursta sólar- Mgið, sem þú hefur séð, skiljanlegt blindfæddum manni? »,Þar er purpurarautt, gult, logagyllt", mundir þú segja.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.