Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Síða 60

Morgunn - 01.12.1954, Síða 60
138 MORGUNN En hann mundi spyrja: „Purpurarautt, logagyllt, hvað er það?“ Og hverja hugmynd gæti blindfæddi maðurinn gert sér um fegurð sólarlagsins ? Við höfúm ekki hæfileika til að ímynda oss dásemdir annars heims, hvað þá meira. „Það, sem auga sá ekki, og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það, sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann“ (1. Kor. 2, 9). Þessi líking af ófædda barninu minnir mig á líkingar- mynd, sem dr. Fosdick dregur upp, og má nota í sambandi við síðari spurninguna: Hvernig veiztu, að lífið heldur áfram ? Dr. Fosdick hugsar sér tvíbura, ófædda, í móðurlífi. Þeir geta báðir hugsað, en annar er vantrúaður og hinn er trúaður. Þeir lifa enn í myrkri og eru enn ekki farnir að draga andann. Fæðingin, sem hrekur þá úr þessum stað, þar sem þeir hafa fram að þessu lifað lífi sínu öllu, mundi vera þeim eins og dauði. Þeir geta enn enga hug- mynd gert sér um umheiminn. Vantrúaði tvíburinn mundi segja við hinn trúaða: „Þig langar til að halda áfram að lifa og þess vegna trúir þú, að þú munir halda áfram að lifa, en þetta er ósköp óvísindalegt. öll tilvera okkar er bundin við þetta umhverfi, sem við erum nú í, og þegar það er ekki lengur til, erum við ekki lengur til“. Þá mundi trúaði tvíburinn segja: „Ég trúi því, að eitthvað komi á eftir. Náttúran hefur verið að þroska hjá okkur vissa hluti, sem ekki hafa markmið sitt hér, og náttúran gerir ekkert út í bláinn. Við getum ekki gert okkur grein fyrir hinu nýja lífi, en ég er sannfærður um, að náttúran hagar sér ekki svo óskynsamlega, að hafa ekkert markmið með því, sem hún er búin að láta þróast hér hjá okkur“. Eins og barnið í móðurlífi gæti ályktað svo, að augu þess, varir og eyru væru sköpuð til þess að finna einhver verkefni í nýju lífi, svo ályktum vér, að huldir hæfileikar í oss sjálfum hljóti að finna einhver verksvið í öðru og fullkomnara lífi. Þess vegna krefjumst vér heims, þar sem réttlætinu er fullnægt og vinir fá aftur að finnast. Jafnvel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.