Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 61
MORGUNN 139
hæfileiki mannsins til að gera sér hugmyndir um annað
líf benda til þess, að annað líf muni vera til.
Getum vér hugsað oss, að þetta furðulega fyrirbæri nátt-
úrunnar, sem vér nefnum mann, geti ein lífvera, sem er
svo lítil, að milljón þeirra má koma fyrir á einum títu-
prjónshausi, þurrkað gersamlega út úr tilverunni?
Hugsum okkur mikinn fiðluleikara, sem er mállaus.
Hugsum okkur, að hann geti hvorki talað með orðum eða
merkjum, aðeins leikið á fiðluna sína. Fiðlan er eina tæk-
ið hans til að tjá sig fyrir öðrum mönnum. Nú skulum við
hugsa okkur, að fiðlan merki mannslíkamann með heilan-
um, en listamaðurinn merki sálina. Þá skilur þú, hvað
heimspekingurinn forni átti við, þegar hann sagði: „Það
er ekki rétt, að maðurinn sé líkami, sem hafi sál. Hitt er
rétt að segja, að hann sé sál, sem hafi líkama“. í jarðlíf-
inu erum við líkir listamanninum, sem er með fiðluna sína.
Líkaminn er eina tækið okkar til að tjá okkur fyrir öðrum
mönnum, að fráskildum fjarhrifunum, telepatíunni, sem
við skulum sleppa í bili að gera ráð fyrir. Til þess að tjá
mig fyrir öðrum manni verð ég að nota vissa hluta líkam-
ans, hönd mína, raddböndin, augun o. s. frv.
En nú skulum við gera ráð fyrir að einhver komi og
eyðileggi fiðluna fyrir listamanninum. Er nokkur ástæða
H1 að ætla, að listamaðurinn sjálfur eyðileggist af því? Er
nokkur ástæða til að ætla, að hann geti ekki fengið sér
nðra fiðlu til að leika á? Er þá nokkuru fremur ástæða til
að efa, að maðurinn geti fengið einhver önnur tæki til að
tjá sig með, þegar líkami hans er eyðilagður?
Og við skulum halda samlíkingunni áfram: Þótt fiðlan
sé eyðilögð, svo að engin hljóð fáist úr henni önnur en
amátleg tíst, er listamaðurinn sjálfur hinn sami og fyrr.
Er því ekki á þenna hátt farið um menn, sem þjást af sál-
sýki? Þeir hafa misst tækið til að tjá sig okkur hinum á
venjulegan hátt, en sjálfir eru þeir alls ekki vitlausir.
Annað tveggja hafa þeir tekið að erfðum skemmda fiðlu