Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 73

Morgunn - 01.12.1954, Page 73
MORGUNN 151 hvaða aldursskeiði hann hefði farið af jörðunni og að nafn hans væri Sigurður. Allt rétt. Af þessu má sjá, að þessi eini fjöldafundur, sem segja má að mistekizt hafi að nokk- uru leyti, gaf þó merkilegan árangur. Þessar frásagnir gefa auðvitað takmarkaða hugmynd um fjöldafundina, sem frú Thompson hélt. En undantekn- ingarlítið mun fólk hafa undrað, hve þessi ókunnuga, er- lenda kona sýndi merkilegan árangur miðilsgáfu sinnar. Nokkurum sinnum kom það fyrir, að þeir, sem búnir voru áður að sitja einkafundi með henni og komu síðan á fjölda- fund, fengu lýsingar af sama fólkinu. En undantekningar- lítið mun hafa verið, að á síðara fundinum fengu þeir fyllri lýsingar, nýjum sönnunaratriðum var bætt við, nýj- um nöfnum og nýjum frásögnum. Mér finnst þetta mjög eðlilegt Hvað er eðlilegra en það, að framliðinn maður, sem búinn er að koma á fund til jarðnesks vinar og hefur tekizt það vel, hafi hug á að reyna aftur og reyna betur, þegar annað tækifæri býðst? T. d. virtist látinn bróðir minn þrisvar sinnum gera rækilegar tilraunir að komast í samband við okkur, og í öll skiptin hleð nýjum og nýjum sönnunargögnum, og langbezt virt- Jst honum takast í þriðja og síðasta sinn. Þá kom svo að Segja ekkert af fyrri sönnunargögnunum, nema nafnið hans. Það gerir frásögn mína vitanlega litlausari en annars myndi, að jafnvel á fjöldafundunum voru beztu sönnunar- Sögnin þess eðlis, að ég vil ekki biðja fólk leyfis að birta t*au, en þó var svo í miklu ríkara mæli á einkafundunum. Ég held, að flestum, sem þá fengu, hafi þótt mest til þess homa, hve hinir framliðnu, sem að sambandinu virtust koma, töluðu eðlilega við fundagestina um náin og við- hvæm einkamál. Ungur maður sagði, er hann kom af einka- fundi með frú Thompson: „Mig langar ekki til að vera með bessari konu í fjölmenni", og ég hygg, að svo hafi fleiri hugsað. Mér þótti gaman að veita því athygli, að þótt frú Thomp-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.