Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 79

Morgunn - 01.12.1954, Side 79
MORGUNN 157 þess er gætt, að þarna eru látnir feðgar að gera tilraunir til að sanna fyrir jarðneskum ástvinum í gegnum erlend- an miðil, og grípa til þeirra sannanagagna að sýna, hve nákvæmlega þeir fylgist með því, sem í fjölskyldunni á jörðunni er að gerast. Og allt reyndist rétt, sem fram kom. Nokkuru síðar voru þau hjónin Aðalsteinn Maack og kona hans á fjöldafundi hjá frú Thompson. Þar komu þeir fram- liðnu feðgarnir aftur og þá komu ýmsar upplýsingar um þá mun ýtarlegri en á einkafundinum. Nöfnin komu skýr, ártalið, þegar skipið fórst með feðgunum, o. fl. Mér er það fyllilega ljóst, að slíkar frásagnir sem þessi missa að verulegu leyti marks í frásögn annarra. Sönn- unargögnin hafa eðlilega allt annað og meira gildi fyrir þá, sem upplifa þessa hluti sjálfir. Þess vegna er ástæðu- laust að birta margar frásagnir. Ungur maður, Þórhallur Halldórsson, og frænka hans, Sigfríð Bjarnar, sátu einka- fund hjá frú Thompson, og voru afar ánægð með árangur- inn, og einkum vegna þess, að framliðnir ættingjar þeirra, sem komu að sambandinu, áttu við þau ýtarlegt tal um mjög náin einkamál, en frá fundinum segja þau á þessa leið: „Fyrir tilstilli heyrnar- og skyggnigáfu miðilsins urð- um við vör við nærveru nánustu framliðinna ættingja, sem sönnuðu að þeir fylgdust með okkur og fjölskyldum okkar. Skýrt var bæði frá liðnum atvikum og ókomnum. M. a. var lýst dauðaslysi, sem átti sér stað sl. vetur. Ennfremur veittum við því sérstaka athygli, að miðillinn greindi rétt frá mörgum íslenzkum nöfnum. Var fundurinn sem heild merkilegur og sannfærandi“. Einn daginn, er ég hitti frú Thompson í húsi S.R.F.Í. eftir hádegið og hún var komin til að halda þar fundum sínum áfram, sagði hún við mig: „Ég hafði sérlega góða fundarkonu kl. 11 í morgun. Hún var í þjóðbúningi, átti auðvelt með enskuna, og óðara og hún settist sá ég ótal símaþræði í kringum hana. Það var skemmtilegt. Ég held, að hún hafi fengið góðan fund“.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.