Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 12

Morgunn - 01.12.1956, Page 12
90 MORGUNN frá rannsóknum sínum fram til þessa dags og ræðir þýð- ingu þessara staðreynda fyrir mannlífið og þá einnig fyrir trúarlífið. Ég lýsi yfir því að ég get ekki annað séð en að sönnunargögnin séu óvéfengjanleg, og ég hefi sterka til- hneigingu til að telja þau endanlega fullnægjandi. A. m. k. er það víst, að margir dómbærir rannsóknamenn telja nú sannað, að með mönnunum búi hæfileikinn til að geta skynjað án líkamlegu skilningarvitanna. Ef svo er, hljótum vér að neyðast til að endurskoða margar þær hugmyndir um mannlegan huga, sem viður- kenndar hafa verið til þessa dags. Þessi skynhæfileiki, óháður líkamlegum skilningarvitum ,virðist starfa á þann hátt, sem vér höfum ekki búizt við. Þannig hefir stundum komið fyrir í þessum tilraunum, að fólk hefir skynjað það, sem enn var ekki orðið. Þannig hefir það þrásinnis komið fyrir, þegar gerðar hafa verið tilraunir með að láta fólk geta á hvert spilið sé, sem einhver annar hefir dregið úr stokk, að fólk hefir ekki aðeins getað sagt blindandi, hvert spil hafi verið dregið heldur einnig hvert spil verði dregið næst og meira að segja næst-næst. Og ennfremur hafa fengizt sönnunargögn fyrir því, að þessi kynlegi hæfileiki manna getur starfað óháður vegalengdunum, rúminu. Fjar- lægðir virðast hafa lítið að segja í þessum tilraunum. E. t. v. þykir oss sú staðreynd enn kyniegri, að sannazt hefir, að hugurinn getur orkað á efnislega hluti, eins og t. d. ten- ing, sem er kastað: haft áhrif á það með einbeitingu hug- ar síns, hver flötur á teningnum komi upp. Þetta sýnist benda til þess, að hugurinn geti orkað beint á hluti í efnis- heiminum. Nýjum heimi lokiQ upp, Hverjar niðurstöður getum vér dregið af öllu þessu? Ég játa fúslega, að það veit ég ekki til fulls. Það sýnist svo, sem vér séum að hefja langan feril rannsókna, sem kunna að hafa mikla byltingu í för með sér. Dr. Rhine kallar síðustu bók sína: Nýr heimur hugans (New World

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.