Morgunn - 01.12.1956, Qupperneq 15
Frú Jean Thompson:
Úr sálrænni reynslu minni
Eins og mörgum lesendum MORGUNS mun kunnugt, var
skozki miðillinn frú Jean Thompson gestur Sálarrannsókna-
félags Islands um mánaðartíma á liðnu hausti. Á vegum fé-
lagsins hélt hún fjölda af einkafundum og nokkra skyggni-
fundi fyrir 80 manns í einu í hinum nýju húsakynnum félags-
ins að Garðastræti 8, Reykjavík. Á svo fjölmennum félags-
fundi, sem Sjálfstæðishúsið í Reykjavík rúmaði, flutti hún
frásagnir þær úr eigin reynslu sinni, sem hér fara á eftir.
Að loknu erindinu gaf frúin skyggnilýsingar. Erindi sitt hafði
frúin ekki skrifað, kann því einhverju að skeika í frásögn-
inni, en væntanlega ekki í aðalatriðum. — Ritstj.
★
Ég- man naumast til mín fyrr en ég skynjaði það, sem
flestum öðrum var hulið, og undraði það mig mest, að ekki
skyldu allir sjá og heyra það, sem ég sá og heyrði. Þó var
rnóðir mín miðill, ágætur miðill, og systir mín gædd sál-
rænum hæfileikum. I æskuheimilinu mínu í Skotlandi höfð-
um við „hring“ til sálrænna tilrauna. Við heyrðum „bein-
Ui' raddir“, talað í tilraunaherberginu án þess mannleg
talfseri væru að verki. Eftir að við börnin vorum uppkom-
ih, tvístraðist hópurinn. En þegar tækifæri gafst til þess
að við gætum öll verið saman, mynduðum við tilraunahring
keima hjá móður minni, og þá heyrðum við að jafnaði
gömlu raddirnar okkar aftur.
Faðir móður minnar var sveitaprestur í Skotlandi. Hann
dó heima hjá sér, allfjarri heimili okkar. Þó sá ég hann,
alveg óvænt, heima hjá okkur, áður en dánarfregnin barst
Uúóður minni.
Þegar ég var níu ára gömul, sá ég svip frænku minnar,
sem átti heima á öðrum stað en við í Skotlandi. Þetta
gerðist kl. tuttugu mínútum fyrir níu að kvöldi, og við
böi-nin vorum að búa okkur til svefns. Við höfðum enga