Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 20

Morgunn - 01.12.1956, Page 20
98 MORGUNN Þá man ég líka vel eftir ókunnum hjónum, sem komu á einkafund hjá mér. Árangurslaust höfðu þau reynt í sjö ár að ná sambandi hjá miðlum við son, sem þau höfðu misst. Við settumst og óðara gerði sonur þeirra vart við sig. Hann náði svo sterkum tökum á mér, sem var í trans- svefni, að hann talaði sjálfur af vörum mínum. Mér skilst, að hann hafi algerlega sannfært foreldra sína um, að hann væri sjálfur að tala við þau. Hann hafði verið stúdent frá Rugby og tekið ákafan þátt í knattleik Rugby-piltanna, en þeir bera einkennishúfu með dúski. Þegar hann var bú- inn að tala margt við foreldrana, sagði hann: „Pabbi, nú getur þú tafarlaust tekið Rugby-húfuna mína úr hand- töskunni, sem þú ert með, ég var hjá þér og sá þig setja húfuna í töskuna“. Faðirinn lauk upp töskunni og tók húfuna tafarlaust upp úr henni. Sonur hjónanna hafði farizt í hernum og tekið þátt í hinni nafntoguðu orustu við þýzka skipið Scharnhorst. Hann lýsti fyrir foreldrum sínum orustunni. Alllöngu síðar kom út bók um Scharnhorst, og var orustunni þar að öllu lýst eins og ungi maðurinn hafði áður lýst henni í miðilssambandinu. Margsinnis tel ég mig hafa fengið sannanir fyrir því, að stundum þurfi framliðnir menn ekki nema ótrúlega litla hvíld í andaheiminum, áður en þeir geta gert vart við sig. Ég var að halda fjöldafund, einhverju sinni, og lýsti ég þar ýtarlega ungum manni, nýlátnum. Hann hafði heitið Arthur. Hann sagði við mig svo greinilega að ég heyrði glöggt: „Segðu henni Nelly, að hún eigi ekki að vera að gráta“. Við þetta kannaðist einn hinna mörgu fundargesta og upplýsti um leið, að Arthur væri látinn fyrir einum degi. Ég hefi áður sagt yður frá fólki, sem birtist mér eftir enn skemmri tíma frá andláti sínu. Ég hefi stundum verið beðin að grennslast fyrir um reimleika. Fyrir sex árum bað sálarrannsóknafélagið í Edinborg mig að fara á afskekktan stað í einni af sveitum Skotlands, þar væri kvartað um reimleika. Vinkona mín

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.