Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 24

Morgunn - 01.12.1956, Side 24
Jón AuSuns: Þjáningar saklausra Útvarpserindi á skírdagskvöld 195h ★ Góðir hlustendur! Þeir atburðir, sem kirkjan minnir oss á þessa dagana, knýja margra hugi inn í harmanna heim, og aldrei verður oss ráðgáta þjáningarinnar erfiðara vandamál en þá, er vér stöndum andspænis þjáningum hans, sem bar þær saklaus. Og þó eigum vér ekki að þurfa tvö þúsund ára gamla atburði til að minna oss á það, sem vér höfum dag- lega fyrir augum: að hinn saklausi þjáist. í sambandi við þá torráðnu rún ætla ég að hreyfa laus- lega nokkurum atriðum, en er ég lýk máli mínu, verður flest ósagt enn af því, sem segja þyrfti. Fyrir nokkurum árum vildi svo til, að ég þekkti tvo menn, báða við aldur, sem lágu rúmfastir í sömu sjúkra- stofu. Annar þeirra var lamaður. Hann hafði verið ofdrykkju- maður um langt skeið ævinnar. Afleiðingar þess voru lömunin og líðan hans var hryggileg. Hann sagði við mig: „Mér líður hörmulega, en ég reyni hvað ég get til að bera þetta , úr því að Guð hefir lagt það á mig“. Hinn maðurinn hlustaði á, og þegar hann heyrði þetta, sneri hann sér harkarlega til veggjar. Hann stríddi við þungan sjúkdóm, sem beinlínis orsakaðist af þrældóms- sliti eftir fátæktarbaráttu margra ára fyrir stórri fjöl- skyldu. Ég skildi beiskju hans yfir að heyra herbergisfé- lagann tala um byrðina, sem Guð heföi lagt á hann.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.