Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 28

Morgunn - 01.12.1956, Side 28
106 MORGUNN Wildes inn á aðrar brautir en hann hafði áður gengið, reit hann í fangelsinu, að nú lægi honum í léttu rúmi, þótt hann væri útilokaður frá gleði vinar síns, en hitt væri sér sorg, að vera bannað að bera þjáninguna með honum. Svo finna allir þeir, sem mestri manngöfgi ná, og út frá allra slíkra manna hjarta eru töluð hin fleygu orð Einars Kvar- ans, að það séu dýrmætustu forréttindi tilverunnar að vera trúað fyrir því að bera syndir annarra. Guð hefir skapað oss sem samfélagsverur, sem hver annars limi, sem eina fjölskyldu, og auðsætt er, að bless- unin, sem vér hljótum af því, er margföld á móti því böli, sem vér hljótum að bera. En þegar oss er alvaran ljós, verður oss einnig augljóst hitt, að ábyrgð vor er mikil. Yissulega hlýtur sú spurning að verða oft fyrir oss, hvers- vegna hinn saklausi þurfi að þjást, en önnur spurning ætti að liggja oss ennþá miklu nær, og hún er þessi: erum vér, með líferni voru og lífstefnu, enn að leggja grundvöllinn að þjáningum saklausra í framtíðinni? Erum vér nægilega vel á verði gegn því, að með skeytingarleysi voru, fávizku eða synd séum vér að skapa hinum ófæddu þjáning og böl? Hrópa ekki þjáningar saklausra, sem vér höfum fyrir augum, þá áminning til vor? Vér óskum þess oft og biðjum, að Guð vildi stöðva þjáningarnar, uppræta böl öreiganna, hindra siðleysið, forða mönnunum frá hinu illa, lækna líkama og sál þeirra, sem þjást. En Guð bíður. Hann bíður þess að ábyrgðartil- finning vor gagnvart samfélaginu vakni. Ég sé ekki, hvernig unnt er að komast hjá að álykta, að þessi heimur er ekki heimurinn eins og Guð ætlar hon- um að verða, heldur heimur, sem enn er í sköpun. „En nú sjáum vér elclci ennþá, að allir hlutir séu undir Guð lagð- ir“, segir í Hebreabréfinu. Þetta er ekki enn sá heimur, sem Guð sá fyrir sér í árdaga, áður en hvítglóandi þok- urnar sveifluðust út frá sólunni, þeyttust um ómælisvíddir geimanna á sinni fyrstu ferð, kólnuðu síðan smám saman, fengu lögun og form, hringsnerust í geiminum, unz þær

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.