Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 33

Morgunn - 01.12.1956, Side 33
MORGUNN 111 annar hefir gjört og bætti þar náð á náð ofan, hann tók einnig á sig að greiða skuld samfélagsins. Meðan hann var í blóma manndómsáranna, vitjaði Guð synda feðranna á honum. Og þegar blóðið rann undan þyrnunum á konung- legu enni hans, þegar naglarnir nístu þær hendur, sem hann hafði hafið til að blessa og lækna, þegar svipan lét eftir sár við sár á baki hans, var enginn vottur uppreisn- ar gegn Guði í sálu hans, sem þyngsta krossinn bar. Hversvegna þjáist hinn saklausi? Vér erum fædd til samfélags, og blessun þess fram yfir bölið er þúsundföld, en vér getum ekki aðeins notið blessunar þess. Vér hljót- um að bera böl þess einnig. Vér getum eklti aðeins notið innstæðunnar, skerf af skuldinni verðum vér einnig að greiða. Nú er skírdagskvöld og um allan heim hafa menn við altarisborðið minnzt þess, að á þessu kvöldi stofnaði lausn- arinn hina heilögu samfélagsmáltíð, sakramenti samfé- iagsins. Og þegar vér höfum fyrir augum hans heilögu ftiynd, eins og hún blasir við oss í kvöld, og eins og hún horfir við oss á morgun, öðlumst vér dýpri skilning á hlessun og böli samfélagsins, og andspænis þeirri mynd er það fyrst og fremst, að spurningin: hversvegna þjáist saklaus? — hljóðnar. Eins og áður segir, var erindi þetta ílutt sem útvarpserindi á skírdagskvölci 1954. Eftir beiðni hlustenda er það birt hér, og þótti höf. rétt að láta það birtast óbreytt. ímsar þœr hugmyndir, sem hér eru settar fram, vöknuðu er ég las bók dr. L. Weatherheads. sem getur í erindinu. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.