Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 40

Morgunn - 01.12.1956, Side 40
118 MORGUNN fullu gildi. Nú á tímum kunna þau á einhvern hátt að vera öðruvísi dæmd en áður fyrri var. Nýir möguleikar til skýr- inga á sumum þeirra hafa opnazt. En um fjölmörg þeirra er hið sama að segja og var, meðan þau voru að koma fram: Það er hægt að leiða þau hjá sér, ef menn hafa skap til þess. En vilji maður skýra þau, er a. m. k. engin önnur skýring skynsamlegri eða eðlilegri en sú, að framliðnir menn standi að baki þeirra. Eins og kunnugt er, hafa margir sálarrannsóknamenn átt erfitt með að fullyrða, að fyrirbrigðin sanni beinlínis að látinn lifi. Aðrir merkustu sálarrannsóknamenn, eins og t. d. Sir Oliver Lodge, hafa hiklaust lýst slíku yfir og lagt vísindaheiður sinn og heimsfrægð að veði fyrir því, að framhaldslífið sé sannað eftir vísindalegum leiðum. Margir annarra sálarrannsóknamanna, og þeirra á meðal sumir hinna fremstu með samtíð vorri, eru áreiðanlega með sjálfum sér sannfærðir um, að fyrirbrigðin sanni framhaldslífið, auðvitað ekki öll miðlafyrirbrigði, en sum þeirra. En yfirlýsing þeirra er margra sú, að þótt ekki sé um vísindalega sönnun að ræða, sé skýring spíritist- anna á fyrirbrigðunum sú, sem eðlilegust sé og líklegust. Ég geri hiklaust ráð fyrir því, að framliðnir menn standi á bak við fjölda mörg miðilsfyrirbrigði. En hitt hlýtur mér að vera ljóst, að í fæstum þeirra felst hin fullkomna og æskilega sönnun. Og á fjölmörgum miðilsfundum þarf áreiðanlega að skipta um tón, ef svo mætti að orði komast: gefa spurningunum meira svigrúm, en setja skorður þeim trúgirnisblæ, sem of mjög gætir. Það er afar eðlilegt, að ýmsum fer svo, að í „stemn- ingu“ tilraunaherbergisins verða menn gripnir og hrifnir, en sjá síðan við frekari athugun, að á því, sem fram kom á fundinum, eru fleiri skýringar til en þær, sem þá komu í hugann. Engin mikilmennskutilfinning á hér heima, engin kitlandi ímyndun þess, að maður viti einhver ósköp. Sannarlega vitum vér of lítið til þess. Og í raun og veru þarf mikla þekkingu til þess að fást við þessa hluti. Ekki

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.