Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 56

Morgunn - 01.12.1956, Page 56
W. St. Moses: Kenningar andanna ★ Ég varpaði fram þeirri hugsun, að mannvinur- inn væri sá, sem stæði hugsjóninni næst. Mér var svarað á þessa leið: Hinn sanni mannvinur er sá, sem velferð náungans ligg- ur þyngst á hjarta. Hann er hið sanna barn þess almátt- uga föður, sem er hinn mikli mannvinur. Hinn sanni mann- vinur er sá, sem með hverjum degi, sem líður, líkist Guði æ meir. Með daglegri þjálfun eflir hann þær tilfinningar, sem eru eilífar og ódauðlegar. I þeirri þjálfun finnur mannssálin hina æðstu hamingju. Mannvinurinn og hugs- uðurinn, sá sem elskar mannkynið, og sá sem elskar þekk- inguna vegna sjálfrar hennar, eru gimsteinar, sem Guði eru óendanlega mikils virði og eiga fögur fyrirheiti. Mann- vinurinn, sem engar takmarkanir þekkir kynflokka, stétta eða trúarjátninga, geymir í kærleiksríku hjarta sínu bræðralag alls mannkynsins. Hann spyr ekki um, hverjar skoðanir bróðir hans hafi, hann spyr aðeins um þarfir hans. Þessi er hinn sanni mannvinur. Mannvinur er ekki hinn, sem aðeins elskar þá, sem hugsa eins og hann, hjálp- ar aðeins þeim, sem smjaðra fyrir honum, og gefur ölmus- ur til að hljóta lof manna fyrir. Hinn hugsuðurinn, sem ekki er fjötraður fyrirfram mynduðum skoðunum á, hvernig þetta eða hitt hljóti að vera, sem ekki er bundinn af blindri hlýðni við sérkreddu- skoðanir, sem er frjáls af hleypidómum, móttækilegur fyr- ir sannleikann, hver sem hann er ef hann aðeins verður sannaður, hann megnar að kafa leyndardóma Guðs og hann finnur hamingjuna í rannsókninni. Hann þarf ekki

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.