Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 80

Morgunn - 01.12.1956, Side 80
158 MORGUNN kvaðst hafa verið í fyrri jarðvistinni og borið þá nafnið Laxami Nerain, hafði raunverulega verið til og dáið af völdum berkla 32 ára gamall. Móðir Laxamis Nerains var enn á lífi. Hún lagði fyrir litla drenginn margar spurningar um fjölskyldulífið og ýms atvik, til að prófa minni hans. Drengurinn hikaði ekki, og sérhvert svar hans var nákvæmlega rétt. Greinarhöfundur spyr: „Höfðu þessi börn raunverulega lifað áður,“ Hann spyr, en svarar spurningunni ekki. Hvaðan kom litlu börnunum 4 og 3 ára gömlum þetta dularfulla minni? J. A. tók saman. ★ Úr „Bréfum frá Júlíu“ Ó, vinur minn, vinur minn, þú þekkir ekki, og ég get ekki lieldur nokkru sinni látið svo, sem ég ætli að fara að skýra fyrir þér afburða-dásemdir, dýrð og óendanleik þeirrar meðvitundar okkar, að við höfum gert okkur grein fyrir kærleik guðs, sem við lifum, hrærumst og erum í. Ég vildi óska, að ég gæti látið þig finna til þess betur. Ég vildi óska, að ég gæti skýrt það betur. En ég get ekki sagt meira en þetta, að það er stórkostlegra en ég hefi nokkru sinni gert mér nokkra hugmynd um, stórkost- legra, miklu stórkostlegra en ég reyndi að gera grein fyrir í fyrstu bréfum mínum. Allt, sem þú veizt um jarðneskt líf — ást móður- innar á barni hennar, ást brúðgumans á brúðurinni, ást eigin- manns og eiginkonu — öll jarðnesk ást og fagnaðarfyllling til- finninganna er eins og stafrófið í tungumáli himnaríkis. Og því fullkomnari og óeigingjarnari sem kærleikur ykkar er, því betur skiljið þið guð og hafið guð í ykkur, von dýrðarinnar. Sami munur er á því kærleikslífi okkar og því lífi, sem þið lifið, eins og dýrð sólaruppkomunnar og gráleitri skímunni, sem kemur á undan afturelding — nema þegar þau háleitu augnablik koma fyrir ykkur, er hjörtun verða logandi af guðdómlegri hrifning, sem stafar af innblæstri og helgun kærleikans.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.