Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 81

Morgunn - 01.12.1956, Side 81
Feigðarboði ★ Fóstra minn, Eggert Andrésson skipstjóra í Haukadal í Dýrafirði, dreymdi í októbermán. 1919 draum þann, sem hér fer á eftir. Hann þóttist vera að gá að kindum í kofa, sem hann átti fyrir utan svokallaða Guðmundarbúð, og sjá þá tvo kúttera á sjónum framundan. Þeir voru uppljómaðir með ljósum. Síðan þóttist hann ganga inn í kofann, en þegar hann kom aftur út, sá hann kútterana hvergi en sjö „blúss- ljós“ vera að reka að landi og var eitt þeirra stærst. Þótt- ist hann þá fara upp á kofann og kalla á hjálp. Kom þá til hjálpar maður, sem Jón heitir og á heima á bæ, sem heitir Vésteinsholt. Þykist Eggert þá ganga niður í fjöru og eru ljósin þá öll að stranda ,og upp úr stærsta ljósinu kemur Pétur Mikael Sigurðsson skipstjóri á Kútter Valtý. Var vinstri fótur hans krepptur upp í þjóhnappa og þykist Eggert segja við hann: Blessaður komdu nú heim með mér og fáðu föt. Hann vaknaði við það, að honum fannst þeir vera á leiðinni heim. Upp frá þessu taldi fóstri minn að kútter Valtýr mundi stranda og reyndi að telja son sinn, Andrés Magnús að nafni, af því að fara á Valtý þessa vertíð. Féllst Andrés á það, unz Pétur skipstjóri skrifaði honum og hinum Dýr- firðingunum og lagði fast að þeim, að koma með sér þessa vertíð eins og að undanförnu. Þá skipti Andrés Magnús um skoðun og héldu honum engin bönd upp frá því. Gaf þá faðir hans það eftir en bað son sinn að skila kveðju til Péturs og biðja hann að gæta sín fyrir því að sigla í

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.