Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 7
Séra Jón Auðuns, dómprófastur:
Hvert fer þú?
Predikun flutt í Dómkirkjunni páskadag 1961.
☆
Yfir lönd, yfir höf, um aldir og ár skulum vér hverfa úr
alljósuðum helgidómi héðan og nema staðar í hálfrökkvuð-
um sal, þar sem ungur maður er að kveðja vini sína tólf á
hlýju vorkvöldi.
Yfir þessum litla hópi hvílir óhugnanleg þögn, unz hann,
sem er að kveðja, rýfur þögnina og segir:
„En nú fer ég burt til hans, sem sendi mig, og enginn
yðar spyr mig: Hvert fer þú? heldur hefur hryggð fyllt
hjarta yðar“.
Hvert fer þú? Hvað myndi stoða að spyrja svo? Vinurinn
var að hverfa þeim sjónum fyrir fullt og allt. Þeir höfðu áður
séð vinum á bak, og af þeim höfðu engar fregnir farið. Oft
hafði sú saga gerzt.
f hálfrökkvuðum sal sitja þeir saman þessir hljóðu og
harmþrungnu menn og spyrja einskis. Þeir höfðu um það
grun, að ægileg tiðindi væru í aðsigi. Og þau tíðindi létu ekki
á sér standa.
Með sorgina, skömmina, sitja þeir þrem kvöldum síðar í
þessum sama sal. Milli vonar og efasemda svífa þessir menn
og ræða furðulega atburði, sem sagt var að gerzt hefðu við
gröf vinar þeirra árla þessa sama dags.
En þá stendur hann sjálfur skyndilega mitt á meðal þeiri'a
og mælir til þeirra orðum, sem þeir þekktu vel af vörum
hans: „Friður sé með yður“.
Loftsalurinn þeirra, sem hafði verið heimkynni sorgar og