Morgunn - 01.06.1967, Page 69
MORGUNN
63
Sá, sem viðtalið átti í sjónvarpinu við biskupinn, heitir
Robert Kee. 1 viðræðum þeirra lét biskupinn í Ijós, að hon-
um væri kunnugt um, að ýmsir hefðu þá dulrænu hæfileika
að geta komizt í samband við framliðna í öðrum heimi.
Kvaðst hann hafa kynnzt nokkrum slíkum miðlum, sem
hann drægi ekki í efa, að væru að öllu leyti heiðarlegir. Og
með hjálp þeirra hefði hann fengið skilaboð frá látnum
mönnum, sem segðust lifa — og lifa fyllra lífi en hér á jörð.
Kee spurði hann meðal annars að því, hvort kirkjan væri
á móti sálarrannsóknunum. Þessu svaraði biskup á þann veg,
að kirkjan teldi rétt að fara gætilega í þessum efnum vegna
þess, að svika hefði orðið vart hjá einstöku miðlum, og að
þetta væri mörgum viðkvæm mál.
Þá las Kee bréf frá hlustanda, sem taldi kirkjuna vera
fjandsamlega spiritismanum.
„Ég hef aldrei fordæmt spiritismann,“ svaraði biskup.
„Ég hef þvert á móti ráðlagt fólki að fara til miðla og ann-
ara, sem dulhæfileikum eru gæddir. Þökkum Guði fyrir þá,
því þeim hefur tekizt að færa sorgbitnum huggun. Einnig
eru til þeir, sem gæddir eru sálrænum hæfileikum til lækn-
inga. Þökkum einnig Guði fyrir þá.“
Þá var biskup um það spurður, hvar himnaríki væri stað-
sett í himingeimnum. Þessari spurningu svaraði hann á
þann hátt, að himnaríki væri enginn ákveðinn staður, held-
ur það ástand mannsins, þegar hæfileikar hans hefðu náð
sinni æðstu fylling. Hann kvað það miklu máli skipta, að
líta á þetta jarðneska líf í ljósi eilífðarinnar.
Svipuð voru svör hans um helvíti. Það væri ekki neinn
staður, heldur það ástand sálarinnar, sem væri afleiðing
þess að hafa verio of jarðbundinn í þessu iífi.
Hann kvaðst vera á móti endurholdgunarkenningunni
vegna þess, að hún virtist stríða gegn „lögmálum náttúr-
unnar“, eins og hann orðaði það.
Enn var hann um það spurður, hver verða mundu endan-
leg örlög þeirra, sem aðhylltust önnur trúarbrögð en þau
kristnu. Hann kvaðst álíta, að kristindómurinn hefði að