Morgunn - 01.06.1967, Side 12
6
MORGUNN
um stórmennið en umkomulausasta smælingjann. I loftsal
sorgarinnar er beggja spurn og beggja sorg hin sama.
Móðurina, sem er að loka brostnum augum barnsins síns,
manninn, sem er að kveðja lconu, sem var líf hans og ljós,
ellihruman einstæðinginn, sem er búinn að kveðja allt, sem
honum var kærast, og horfir nú fram á ískalda og ástvina-
lausa elli, — það skiptir í rauninni alla jafn miklu máli, hvort
einstaklingslífið endar í gröfinni, gröf, sem er eilíflega lokuð,
eða hvort gröfin er gata sem er opin inn í annan morgun, eins
og skáldið mikla, Victor Hugo, komst að orði eftir að hann
hafði loks öðlazt sannfæringu á leiðum reynsluvissu en ekki
trúar um líf að baki líkamsdauðans.
Victor Hugo var vitur maður. Og lífið hafði gefið honum
ríkulegar gjafir frama, auðs og frægðar. En það sem honum
sýnist hafa orðið verðmætast af öllum góðum gjöfum var
það, að þegar hann fór að leita fyrir sér og spyrja: „Hvert
fer þú?“ þá fékk hann svar, sem gerði efri ár hans yndisleg
og ellina kærkomna. Þá skrifaði hann einum vina sinna á
þessa leið: „Haustið er að fella hélugrátt hrím á hár mitt
og brár, en vorið eilífa býr í hjarta mínu“.
Vorið eilífa ...
Vér horfum út um glugga Dómkirkjunnar á þessum
páskamorgni yfir fannbreiður, frost og snjó, og um þvert
og endilangt Island hafa menn þessa sömu sjón fyrir aug-
um á þessum morgni. En ísana leysir. Fannir bráðna. Á vori
vaknar það, sem veturinn breiddi hvíta dánarlínið yfir.
Gefi Guð almáttkur kirkjunni kraft til að boða með djörf-
ung mál allra mála: Upprisu Krists og ódauðleika manns-
sálarinnar.