Morgunn - 01.06.1967, Síða 13
Kall hins óþekkta
☆
Höfundur þessarar greinar, Rohit Mehta, er einn af fremstu núlifandi
hugsuðum á Indlandi, hámenntaður maður, sem kynnt hefur sér bæði vest-
ræn vísindi og heimspeki og hin austurlenzku fræði bæði forn og ný. Þessi
grein er einn kaflinn úr nýlega útkominni bók eftir hann, sem hann nefnir
The Ethernal Light (Hið eilifa ljós). Þvi miður er þcssi kafli of langur til
þess, að unnt hafi verið að birta hann hér í heild. Ég hef þvi tekið það ráð
að endursegja hér aðeins meginefni hans i stuttum útdrætti, og orðið að
sleppa mörgu, en segja annað i miklu færri orðum, og ef til vill ekki eins vel
rökstuddum og æskilegt hefði verið. Eigi að síður hygg ég, að lesendur muni
hafa gaman og einnig nokkurt gagn af því, að kynnast skoðunum þessa gáf-
aða manns á gátu dauðans.
Einkennilegt má það kalla, að dauðinn skuli vekja ótta í
hjörtum mannanna. Það er þó ein allra augljósasta stað-
reyndin, sem við öllum blasir og ekki verður breytt, að „allt.
sem lifir, deyja hlýtur“. Og hvers vegna eru menn þá hrædd-
ir við dauðann? Ef hann er óaðskiljanlegur förunautur lífs-
ins, hvað þýðir þá að vera að gráta yfir honum? Maður hlýt-
ur að taka því, sem ekki verður undan komizt. Og hvers
vegna á hann þá ekki líka að sætta sig við dauðann? Hvers
vegna ekki að taka honum með sama jafnaðargeði og öðr-
um fyrirbærum þessa jarðneska lífs?
Eitt af því, sem gerir mönnum erfiðast að sætta sig við
dauðann, er það, að enginn veit fyrir, hvenær hann kemur.
Ef við vissum fyrirfram dauðastund okkar, mundum við
vera betur viðbúnir komu hennar. En dauðinn gerir sjaldn-
ast boð á undan sér. Oft ber hann óvænt að dyrum. Maður-
inn er ekki jafn magnlaus gagnvart neinu, sem hendir hann
í lífinu. Og hvað gagnar honum allt það, sem hann hefur
áunnið sér, þegar dauðinn kallar á hann? Maður getur sætt
sig við það óumflýjanlega. En þegar enginn veit, hvenær