Morgunn - 01.06.1967, Síða 21
MORGUNN
15
En til þess að geta skilið þetta, að allir hlutir eru nýir og
verðandi, þurfum við að geta gert okkur ljóst, að það er
ætið eyða eða tóm á milli allra fyrirbæra bæði í heimi efnis
og anda.
Indverska skáldið og spekingurinn Rabindranath Tagore
segir:
„Þegar ég hef skapað hugsun minni ákveðið form, þá verð
ég að losa mig við hana. Ég vil hafa fullkomið frelsi til þess
að skapa ný form nýjum hugmyndum. Ég er sannfærður
um það, að líkamsdauðinn felur í sér þetta sama frelsi okk-
ur öllum til handa. Hinn skapandi kraftur sálarinnar verð-
ur að fá að njóta sín í nýju formi ... Lífið verður að vaxa
upp úr og út yfir sinn dvalarstað á jörð. Annars fá hin stöðn-
uðu form yfirhöndina og það verður að fangelsi. Maðurinn
er ódauðlegur. Þess vegna verður hann stöðugt að deyja.
Því lífið er eilífskapandi. Það nýtur sín aðeins í síbreytileg-
um formum“.
Líkamsdauðinn er hið skapandi bil á milli okkar jarðnesku
tilveru og þeirra nýju, sem við tekur. Slík skapandi bil eða
eyður eru á milli alls, sem gjörist. Þau eru á milli hugsunar
og orða. Þau eru á milli allra þeirra mismunandi forma, sem
þessi tilvera birtist í. Venjulega brúum við þessi bil sjálfir
þannig, að við tökum ekki eftir þeim og tengjum allt saman í
heild í vitund okkar. En bil dauðans er of breitt til þess, að
við getum brúað það án þess að taka eftir því. Þess vegna
óttumst við dauðann og finnst hann rjúfa samhengi lífsins.
Sannieikurinn er sá, að sál okkar er ekki fyrst og fremst
eilíf í þeim skilningi, að líf hennar sé ævarandi og samfelld
heild í tímanum. Hún er eilíf í þeim skilningi, að hún er
ódauðleg og hafin yfir tímann. Þess vegna á hún sér ekkert
upphaf og engan endi í tímanum.
Það, sem við skynjum sem áframhaldandi heild, heyrir
tímanum til. Hugsun okkar krefst þess, að það eigi bæði sitt
upphaf og sinn endi. Þess vegna getur heldur ekki lífið verið
ódauðlegt í tímanum. Það hlýtur að eiga þar upphaf og endi
einhvers staðar. Sjálfur ódauðleikinn hlýtur því að vera